Sunday, April 30, 2006

Blonde on Blonde

Jámm

Það er alveg ótrúlegt hvað ég er rólegur á miðað við að vera á kafi í vorprófum núna. Vorprófin eru gífurlega mikilvæg og ákvarða hvort ég nái 4. bekk. Samt tek ég þessu eins og hverju öðri skyndiprófi. It hasn't sunk in yet. Ahh jess, núna kom lag með Týr í itunes, sem er færeysk hljómsveit. luvs it.

Lag þessarar færslu er án efa Blonde on Blonde með Nada Surf.


...i’ve got blonde on blonde
on my portable stereo
it’s a lullaby
from a giant golden radio...


Elska þetta lag:)
Er einhver sem getur hjálpað mér að læra tölvufræði? bara allt í tölvufræði! og stærðfræðihjálp væri vel þegin. Ég fyrirlít stærðfræði. Ok, kannski ekki, en ég sofna alltaf þegar ég reyni að læra hana. Kannski útaf því að ég er vanur því að sofna í stærðfræðitímum í skólanum.
Það væri fínt að taka upp Auðun að kenna í skólanum og hlusta svo á það á kvöldin:) í fyrsta lagi þá læri ég kannski eitthvað, í öðru lagi þá sofna ég strax! :D Kannski ætti ég jafnvel að hafa heilu klukkutímana af stærðfræðikennslu á ipodnum til og hlusta á það á nóttunni á meðan ég er sofandi. Ég heyrði einhvers staðar að stundum virkaði svoleiðis rugl. Fólk hlustar á svona "þú ert æði, þú ert sérstakur, þú getur gert allt sem þú vilt, þú ert ekki snargeðveikur"...umm svona spirit-up spólur. Það eru samt örugglega bara snarvitlausir kanar sem hlusta á svona. Ég gæti alveg trúað því að mamma myndi kaupa sér svona, því hún er snargeðveik:P hehehe

Hvar ætla allir að vinna í sumar? Mér finnst eins og ég sé sá eini sem er búinn að redda sér starfi. Birkir, Valborg, Stebbi, Villi í pízzu? Þórir? Hildur?

Ég fór með Stebba í dag á malarsvæði og tók handbremsubeigju og prófaði að spóla smá. Vá, hvað bíllinn er geggjaður í þetta:D verst að ég má þetta ekki á Golfnum, hann er of nýr.
sendið mér vinsamlegast á email umsókn um að fá að vera með í sveittasta nördapartýi 2006. Já þið heyrið rétt, það verður sérstakur leyndifundur últranörðra hjá Stebba eftir prófin, byrjið helst núna að undirbúa ykkur. Engar sturtur (að minnsta kosti sturtufrír í heila viku fyrir fundinn), bannað að þvo á sér hendurnar, bannað að ganga í buxum, bannað að raka sig nema í kringum kynfæri (munnur telst ekki sem kynfæri hér), klósettpappír er leyfður (ég er soldið lýbó :P) bannað að ekki drekka mjólk. Af öllu sem neytt verður á fundinum verður að vera eftirbragð af bringu Davíðs. Það verður að gera bringuna á Davíð eins óaðlaðandi og mögulegt er, jafnvel hafa hana órakaða. Birkir verður að ganga um með göddótta leðuról eins og venja er. í klæðnaði gilda eiginlega sömu reglur og á nektarströnd, engin föt leyfð, eingöngu kynlífsleikföng og búningar(sem bera gæðaeftirlitsstimpil Stefáns).
Þetta er allt sem ég man úr lagabókinni.

Ég ætla að fara að nörðast:)

Wednesday, April 26, 2006

Áður en prófin byrja

Jámm

já vá, ég ætlaði að skrifa þessa færslu fyrir svona 2 tímum. Svo festist ég á msn og í itunes að leita að lögum sem ég hef hugsanlega gleymt.
Ég var að uppgötva nýja hljómsveit, hún heitir kannski skrítnu nafni en ekki láta það hræða ykkur. Þessi hljómsveit er Band of Horses og er Indie-hljómsveit/Indie-rokk, eða það stóð á huga:D. Ég féll allavega alveg fyrir þessu bandi þegar ég heyrði fyrst í þeim í gær. Ég mæli með því að þið sækið ykkur diskinn Everything All The Time.
Þið getið fengið hann með Bittorrent, Limewire örugglega líka:)

Band of Horses - The Funeral

Im coming up only
to hold you under
Im coming up only
to show you wrong

and to know you
is hard we wander
to know you all wrong
we won

Ég datt inn á grein á vísindavefnum. Ég er smá nördi skiljiði, alltaf að kíkja á svona nördakjaftæði. Þetta var spurningin "Hvað er alheimurinn stór?" Vísindamennirnir áttu nú ekki erfitt með að svara þessu, sem betur fer á sama hátt og ég hefði svarað hefði ég verið spurður. Hvað er Alheimurinn? þeir vildu segja að Alheimurinn gæti verið allt það sem við gætum séð og skynjað. Þeir sögðu að það væri í raun ekki hægt að svara þessari spurningu nema heimspekilega, því auðvitað veit enginn neitt um hvað heimurinn er stór eða getur verið stór. Heimurinn er örugglega óendanlegur, og gæti einnig verið endanlega endalaus :P

Ég fór að spá hvað alheimurinn væri. Alheimurinn fyrir hvern og einn fyrir sig er í rauninni bara inni í hausnum á manni. Ég get engan veginn sannað fyrir sjálfum mér að minnsta kosti að heimurinn sé eitthvað annað en EINGÖNGU það sem ég sé, skynja, hugsa, held, finn, er. Við gætum þess vegna lifað öll í okkar eigin hugarheimi, sem við gerum eiginlega. Ég byggi heiminn á því sem ÉG sé, því sem ÉG skynja, því sem ÉG hugsa, og svo framvegis. Þú hins vegar gætir alveg EINGÖNGU verið til í mínum hugarheimi og ekki annars staðar:)

Ég gæti þess vegna einnig verið bara til í mínum eigin hugarheimi og ekki annars staðar. En ég hlýt að vera til á einn eða annan hátt fyrst ég er hérna að hugsa og skrifa á bloggið mitt. Kannski erum við öll til í hugarheimi einhvers "Guðs" og getum þannig sagt að við séum sköpunarverk "Guðs" og séum í leiðinni "Guð" í þeim skilningi að við séum bara til í kollinum á honum. Hann á okkur:)

Mér finnst eiginlega bara of erfitt og leiðinlegt að halda að við séum eitthvað til í alvörunni í svona raunveruleika eins og almennt er viðurkennt. Mér fannst skemmtileg greinin í skólablaðinu eftir Arnar um að hann sé í rauninni frá öðrum raunveruleika.

Þið eruð kannski að hugsa "vá af hverju getur hann ekki skrifað venjulegt yfirborðslegt blogg eins og flestir aðrir, áv mæ gad"
What's the fun of that eh? þá hefðuð alveg eins getað sleppt því að lesa þetta:)

næs, eftir 10 tíma er klukkan 1337 AFTUR!

Saturday, April 22, 2006

Því meira sem ég hugsa

Jámm

Því meira sem ég hugsa því flóknari verður allt. Eins flókið og allt er þá geri ég allt flóknara fyrir sjálfum mér með öfgakenndum hugsunum um hluti sem kannski skipta engu máli.

Það er samt aðeins eitt sem ég hugsa um allan daginn alla daga, síðan fyrir nokkru. Fólk segir mér að hætta að hugsa um það. Það er fínt að fólk segi eitthvað:)
úff

jámm...ég ætlaði að skrifa um eitthvað í þessari færslu annað en það sem þegar stendur hér. Kannski eru það vorprófin sem nálgast hratt. Ég skal nú fara ég gegnum þau. Hvaða próf verða erfið? Hvaða próf verða létt? Fyrir hvað þarf ég að læra meira fyrir? Fyrir hvað þarf ég lítið að læra? Ég held að það muni líta nokkurn meginn svona út:

Íslensk ritgerð-létt, þarf lítið sem ekkert að læra fyrir.
Íslensk fræði-frekar létt, þarf að rifja upp smá.
Saga-létt, þarf að lesa sögubókina og rifja smá upp.
Enska-létt, gæti komist upp með að læra ekkert, en ætla að rifja upp:)
Tölvufræði-erfitt, kann ekkert, man ekkert, vona að ég fái að rifja upp einhvernmeginn.
Stærðfræði-mjöög erfitt, lesni hlutinn verður alveg fínn, en ólesni verður erfiður, en ég veit að ég get þett ef ég læri fyrir það:D
Spænska-létt, þarf að rifja upp, kannski opna bækurnar Í FYRSTA SKIPTI.
Líffræði-meðal erfitt, þarf að lesa og virkilega muna hluti, hef samt alltaf náð öllum líffræðiprófum minnir mig:)

hmmm....er ég að gleyma einhverju fagi?

Það væri soldið fyndið ef ég mundi gleyma algjörlega að læra fyrir heilt fagpróf. Falla á heilu ári útaf sljóleika heilans míns:) hann hefur ekkert sérstaklega gott minni þessi þarna bakvið augun;) Hann vonar alltaf að það komi bara til sín þegar hann á að muna eitthvað, þá endar það þannig að ég segi allt í einu eitthvað sem tengist ekki neinu á neinn hátt:)
Í líffræðitíma: kennarinn:"Helgi, Hvar myndast prótín?" Ég:"Gulur hnífur með strikamerki yfir andlitinu með krosslagðar hendur???" svo fæ ég meðalsterkt rafstuð og prik í hausinn.

Ég náði að slasa mig smá á fæti á bretti um daginn, Hraðann eða lífið?

Hvort er betra að lifa öruggt og leiðinlega eða óöruggt og skemmtilega?

Eftir tíu klukkutíma er klukkan 1337

Wednesday, April 19, 2006

Þögul Drukknun

Jámm

Þá blogga ég aftur. Það er ágætt.

Það er skrítið að hugsa til þess að eitthvað sem maður hélt að var bara lítið smáatriði varð að einhverju risastóru mikilvægu atriði. Gunni veit hvað ég er að tala um. Þetta litla atriði breytti miklu fyrir mig. Ég veit ekki ennþá hvort þær breytingar séu góðar eða vondar. Ég bjóst alls ekki við þessu. Skrítið hvernig allt fór á þann veg sem ég planaði. Skrítið hvernig ég fór ekki eftir planinu. Skrítið hvernig planið fór illa með mig.
Það er náttúrlega alveg hægt að pæla í hvort þetta smáatriði var það sem breytti öllu, eða hvort það breytti engu yfir höfuð. En ég vil taka sénsinn. Ég vil sjá hverju þetta breytti.

Ef þetta væri draumur þá væri lífið allt öðruvísi núna. Það væri dásamlegt!

Vá, ég talaði við Helen í 40 mínútur. Mér finnst það mikið.

Ef maðurinn hefði ekki fundið upp hugtakið "tíminn" hefði ég ekki talað við Helen í 40 mínútur, heldur hefði ég einungis talað við hana. Ég veit ekki hvort mér finnst það þægilegt að allt sé mælt í tíma. Mér finnst ég alltaf hlekkjaður við tímann. Eins og núna ætti ég að vera sofandi til þess að hafa sofið í nógan tíma fyrir bretti. Týpíst að við förum svo ekkert á bretti á morgun, láta mig vakna snemma fyrir ekkert. Ætli mér sé svo sem ekki sama.

Ég veit ekki hvað Stebbi veit. Ég held að honum muni ekki líða vel heldur.

Þótt þessar stelpur séu algjörir vitleysingar koma þær mér samt í betra skap. Þær hætta aldrei þessum fáránlegskap. Þessu óþroskaða gríni sem djúpt inni er örugglega ekkert grín, en ég mun aldrei ná það djúpt inn.

ég ætla að klára sudoku og fara svo að sofa. Vonandi verður morgundagurinn skárri en þessi.

Sunday, April 09, 2006

Mínar hugsanir

Jámm

Gunni var eitthvað að væla yfir því að ég bloggaði aldrei. Já, margir aðrir líka. Það er ekki skemmtilegt að blogga þegar enginn commentar. Ég vil í framtíðinni, ef þið viljið að ég haldi áfram að blogga, að þið commentið. Það þarf ekki að vera mikið, bara að þið sýnið mér að þið hafið lesið. Plís ekki koma með eitthvað "SKO! ég las víst!" eða "búinn að lesa...". Ég væri til í að fá ekta comment, eitthvað sem svarar blogginu og vekur kannski upp aðrar spurningar. Eitthvað ekta. Eitthvað sem kemur frá ykkur sjálfum.

Ég, Birkir, Hildur og Valborg ætlum vonandi í skíðaferðalag til Akureyrar núna um páskana. Hildur á eftir að fá samþykki foreldra, sem mér finnst hálfgamaldags. Ég meina, hún er 17 ára (held ég) með bílpróf, orðin fullorðin stelpa. Mér finnst hún ekki eiga að þurfa að spurja foreldra sína hvort hún megi fara burt í 3 daga. Auðvitað segir maður frá og fær álit foreldra, en að þeir fái að ráða finnst mér asnalegt. Það verður samt geðveikt gaman í ferðinni. Drukkið verður hvert einasta kvöld:D og snjóbretti á hverjum degi allan dag:D vááááá!!! gaman!

æji ég nenni ekki að skrifa meira, ætla að klára sudoku. Farið endilega á www.websudoku.com og farið í EVIL SUDOKU. Hrein illska.