Friday, July 07, 2006

Bah

Jámm

Nú er ógeðslega mikið liðið af sumrinu og ég hef enn ekki gert neinn einasta hlut sem mig langaði að gera í sumar. Ég hef ekki farið úr bænum. Ég hef varla farið í partý. Ekki alveg byrjaður í ræktinni. Taikwondo æfingar byrja ekki fyrr en í september. Enginn nennir að gera neitt.

Þegar ég fer í partý þá að minnsta kosti reyni ég að fá einhverja vini mína með, mig langar ekki að lenda í því að verða eitthvað einn í partýinu skiluru, og það er alltaf gaman að fara í partý með vinum sínum...finnst mér :)
Það er samt ekki búið að bjóða mér eitt eða neitt í sumar, og því er ég náttla frekar leiður, búnað missa að mörgu og er að fara að missa að enn einu partý um helgina og útilegu.
Þið lesið þetta væl hvort sem er ekki þannig ekkert vera að væla!

Vá hvað ég nenni ekki að spila wow lengur, þetta er tímafrekt og orðið hálfleiðinlegt nema þegar maður spilar með vinum, sem er orðið mjög sjaldan núna, þannig ég ætla bara að hætta þessu. Hef annað að gera heldur en að hanga í þessu.

Var að uppgötva nýja hljómsveit, eða byrjaði allavega að hlusta að viti á hana núna. Soilwork. iTunes segir að þetta sé Metal. Ekki veit ég hvað þetta kallast, kannski þungarokk eða heavy-metal eða bara metal, dunno.

Ég er frekar hissa á því að vinahópurinn ætlar virkilega að gera eitthvað saman. Við ætlum að kaupa tjald saman, svona stórt með þremur tveggjamanna herbergjum og "gangi" þar sem við birkir höfðum planað að sitja í tjaldstólunum okkar og drekka, og Þórir má alveg spila á gítar þar ef hann nennir yfir höfuð að koma með. Ef það er eitthvað skipulags vandamál sem fólk heldur að svona útilegur skorti þá er það bara þvæla. Hvað er eiginlega flókið við að keyra frá punkti A til punkts B og tjalda? sounds pretty simple to me.

Soilwork getur samt verið soldið þunglynd ef þú ert ekki í góðu skapi. Mæli með að þú hlustir á þetta í góðu skapi, helst í svona frekar þungu/miklu stuði. Annars er The White Stripes fínir fyrir eiginlega öll sköp (hvernig sem það kom út)

Pabbi var að segja að The White Stripes væri ný hljómsveit, ég alveg "...neeeineinei"
ég hélt að þetta væri alveg frekar gamalt en þeir eru ekki nema frá 1997 sem já er alveg 9 ár en samt frekar ungt.
Soilwork er líka frá 1997 og er frá Sverige. Grunaði það.

Ég var með einhverja pælingu en ég nenni ekki að rifja hana upp.
bæbæ...

8 Comments:

Anonymous Stebbi said...

/væl

Your væl crits helgi for 15 bitterness (3 blocked)

-Nörður.is

-stebbi

July 09, 2006 4:07 PM  
Anonymous Gunni said...

Bryggjuhátíð á stokkseyri næstu helgi, bara svona láta vita, gott veður þar og svoleiðs..

July 10, 2006 12:53 PM  
Anonymous Palborg said...

Það er líka útleiga núna næstu helgi sem ég fer ekki í því ég er að vinna. Þú kemst , eða ættir að komast, talaðu bara við Stebba eða Óskar eða auðvitað Valey eða einhvern annan, kannski að Birkir viti eitthvað.

Það eina sem ég veit er að allir eiga að fara á Höfn í Hornafirði 28. júlí og vera fram á sunnudag !

Það er planið.

Að öðrum fréttum; Einar og Úlfar eru úti í Tyrklandi.

July 10, 2006 6:04 PM  
Blogger Þórir said...

Vertu með símann á þér, ég reyndi að hringja eins og brjálæðingur í þig síðast! (Er nú reyndar ekki með heimasímann þinn, en samt!)

July 11, 2006 1:37 AM  
Anonymous Valborg said...

5****** Því þetter internetið.

Allavega, það sem var svona merkilega ómissandi vísdómur var kannski um The White Stripes.

July 11, 2006 7:52 PM  
Blogger Helgibelgi said...

Síminn minn er dáinn, þannig hringið heim til mín í staðinn. Mig langar að fara í ferð um helgina og helst leggja að stað eins snemma og allir geta á föstudaginn.
Til Valborgar: Ég hef náttla gífurlegan áhuga á lífi Einars og Úlfars :)

July 12, 2006 4:06 PM  
Anonymous Palborg said...

Ég vil kaupa handa þér nýjan síma.

Mig langar alveg ógeðslega mikið til þess!

Það er svo mikil ógeðsleg þörf fyrir það að ég held að ég muni brátt æla.

^o)

July 14, 2006 3:20 AM  
Anonymous Valborg said...

Til hamingju með nýja símann

July 22, 2006 2:23 PM  

Post a Comment

<< Home