Monday, October 31, 2005

Rólegt

Jámm

Það hefur verið rólegt hjá mér undanfarið. Frekar leiðinlega rólegt. Ég man ekki hvenær ég drakk síðast. Reyndar man ég lítið venjulega þannig það er ekkert óvenjulegt, þannig séð. Mig minnir að það hafi verið árshátið fyrir stuttu síðan. Það var ágætt, hefði getað verið skemmtilegra.

Tæknilega fæ ég útborgað á morgun. Jeij fyrir því!
Meira tæknilegt er til dæmis þessi skammstöfun: CMOS
Þið hafið eflaust pælt í, dag og nótt, hvað þetta stendur fyrir. Ég ætla kannski að skrifa svarið við því hér, kannski.

Neikvætt svar er algengt núna. Sérstaklega þegar ég tengist því. Mig langar á bretti, en samt ekki eins mikið akkúrat núna og í dag eða í gær. Á morgun mun ég líklegast vera að deyja úr löngun til að fara á bretti.
Þarf að vinna á morgun 17-21 eða 20, man ekki. Það er ekki gott því ég þarf að læra fyrir spænskupróf sem ég var að muna eftir áðan.

Ég fékk kvartanir um að það sé langt síðan ég bloggaði síðast, samt finnst mér eins og þeir sem kvörtuðu lesa þetta ekki hvort sem er. Kannski bara ég.

Mamma hringdi í dag. Það var gaman. Hún ætlar að bjóða mér til sín, um páskana:D
Þá ætla ég á bretti á hverjum degi!!!!! bretti!!!! bretti!!!! snjór + bretti = snjóbretti!! => namm

Complementary Metal Oxide Semiconductor