Wednesday, April 26, 2006

Áður en prófin byrja

Jámm

já vá, ég ætlaði að skrifa þessa færslu fyrir svona 2 tímum. Svo festist ég á msn og í itunes að leita að lögum sem ég hef hugsanlega gleymt.
Ég var að uppgötva nýja hljómsveit, hún heitir kannski skrítnu nafni en ekki láta það hræða ykkur. Þessi hljómsveit er Band of Horses og er Indie-hljómsveit/Indie-rokk, eða það stóð á huga:D. Ég féll allavega alveg fyrir þessu bandi þegar ég heyrði fyrst í þeim í gær. Ég mæli með því að þið sækið ykkur diskinn Everything All The Time.
Þið getið fengið hann með Bittorrent, Limewire örugglega líka:)

Band of Horses - The Funeral

Im coming up only
to hold you under
Im coming up only
to show you wrong

and to know you
is hard we wander
to know you all wrong
we won

Ég datt inn á grein á vísindavefnum. Ég er smá nördi skiljiði, alltaf að kíkja á svona nördakjaftæði. Þetta var spurningin "Hvað er alheimurinn stór?" Vísindamennirnir áttu nú ekki erfitt með að svara þessu, sem betur fer á sama hátt og ég hefði svarað hefði ég verið spurður. Hvað er Alheimurinn? þeir vildu segja að Alheimurinn gæti verið allt það sem við gætum séð og skynjað. Þeir sögðu að það væri í raun ekki hægt að svara þessari spurningu nema heimspekilega, því auðvitað veit enginn neitt um hvað heimurinn er stór eða getur verið stór. Heimurinn er örugglega óendanlegur, og gæti einnig verið endanlega endalaus :P

Ég fór að spá hvað alheimurinn væri. Alheimurinn fyrir hvern og einn fyrir sig er í rauninni bara inni í hausnum á manni. Ég get engan veginn sannað fyrir sjálfum mér að minnsta kosti að heimurinn sé eitthvað annað en EINGÖNGU það sem ég sé, skynja, hugsa, held, finn, er. Við gætum þess vegna lifað öll í okkar eigin hugarheimi, sem við gerum eiginlega. Ég byggi heiminn á því sem ÉG sé, því sem ÉG skynja, því sem ÉG hugsa, og svo framvegis. Þú hins vegar gætir alveg EINGÖNGU verið til í mínum hugarheimi og ekki annars staðar:)

Ég gæti þess vegna einnig verið bara til í mínum eigin hugarheimi og ekki annars staðar. En ég hlýt að vera til á einn eða annan hátt fyrst ég er hérna að hugsa og skrifa á bloggið mitt. Kannski erum við öll til í hugarheimi einhvers "Guðs" og getum þannig sagt að við séum sköpunarverk "Guðs" og séum í leiðinni "Guð" í þeim skilningi að við séum bara til í kollinum á honum. Hann á okkur:)

Mér finnst eiginlega bara of erfitt og leiðinlegt að halda að við séum eitthvað til í alvörunni í svona raunveruleika eins og almennt er viðurkennt. Mér fannst skemmtileg greinin í skólablaðinu eftir Arnar um að hann sé í rauninni frá öðrum raunveruleika.

Þið eruð kannski að hugsa "vá af hverju getur hann ekki skrifað venjulegt yfirborðslegt blogg eins og flestir aðrir, áv mæ gad"
What's the fun of that eh? þá hefðuð alveg eins getað sleppt því að lesa þetta:)

næs, eftir 10 tíma er klukkan 1337 AFTUR!

7 Comments:

Blogger gunni said...

Ég í rauninni er búinn að sætta mig við það að ég mun aldrei fá að vita hvað alheimurinn er stór.
Áhugi minn á því sem gerist úti í geimnum er afar takmarkaður.
Ég er til í hinum eina sanna heimi, "the" world.
Ég vil ekki virðast vera of hefðbundinn og jarðbundinn en ég trúi ekki á neinn annan "heim", þó það séu örugglega margar plánetur í öðrum sólkerfum sem eru iðandi af lífi líkt og jörðin, en enn og aftur er ég búinn að sætta mig við það að ég lifi á þeim tíma að ég mun aldrei vita það með fullu.
Hugsaðu bara um það sem kemur þér og þínum að gagni, ég allavegana mæli ekki með því að spá of mikið í þessum geim, hann er stór, kaldur og dimmur.

April 27, 2006 10:55 AM  
Anonymous Anonymous said...

eða kannski erum við til því að við erum til í hugarheim annarra...

April 27, 2006 12:13 PM  
Blogger gunni said...

annarra? ekki trúi ég að margir geti verið með sama hugarheim ?
Frekar að við séum í hugarheim eins manns eða veru, og ef svo er þá bara að finna hana og neyða til þess að betrumbæta heiminn. Nú er þetta orðið of fantasíulegt *slap* back to the real world!

April 28, 2006 10:31 AM  
Blogger Helgibelgi said...

Ég tek þessu "back to the real world!" sem móðgun. Allir heimar eru ekta fyrir hverjum og einum sem í honum dvelur. Þú segist bara lifa í hinum eina sanna heimi. Auðvitað gerum við öll það. Við lifum öll í sama heimi, hvort sem það er hér á jörðinni, annarri vídd(hvað sem það nú er), inni í hausnum á mér, í sögu, í draumi. Hvar sem við erum til þá hlýtur þetta að vera sami heimurinn þótt "undirheimar" viti ekkert af hverjum öðrum, eins og þeir búi hver í sinni vídd, eða veruleika.

Þetta eru auðvitað eingöngu mínar hugsanir, hvort sem þú hugsar þær eða ekki. Það má þó rökræða það:)

April 28, 2006 4:25 PM  
Anonymous Anonymous said...

Það er ekkert gaman að lesa yfirborðskennd blogg, þetta er miklu skemmtilegra. Ég hefði aldrei meikað að lesa svona mikið af „oh, veistu hvad ég gerdi í gær, áv mæ gat? Ég keytpi mér nýjar buxur úr Deres, áv mæ gat!“ *head* *hit* *keyboard*

Alheimin er algerlega ómögulegt að skilgreina að fullu þar sem enginn hefur séð hann allan, alveg eins og ég get ekki skilgreint Ástralíu sem annað en einhverja brúna klessu á landakorti þar sem eiga víst að vera kengúrur og þannig sjitt.
Það er mögulegt að skilgreina þann heim sem við sjáum og skynjum hér á jörðinni, kanski sólkerfið líka, en varla fyrir utan það.

Hvað varðar stærð heimsins - og þá meina ég geimsins okkar eingöngu, ekki hilðarvídda, annarra vetrarbrautafylkinga eða vott ðe hekk - þá vil ég líta á hann sem óendanlega stækkanlegan frekar en óendanlegan. Endi okkar heims er þar sem ysta rykögnin sem tilheyrir honum liggur, og það er ekkert mál að stækka hann ef þú flýgur framhjá því í galactic cruiser-inum þínum. Te Acuerdes?

Jôd'n

April 29, 2006 1:43 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ég ætla að biðja þig að fara ekki að skrifa venjulegt blogg !! eða hvað er venjulegt blogg ekkert leiðinlegra en að lesa um klósettfarir dagsins hjá fólki, skemmtilegt blogg hjá þér :) Any who geggjuð hljómsveit.. ef að þú ert fyrir tónlist þá mæli ég með síðunni www.123.is/thetendertrio
þetta eru félagar mínir við erum öll svona tónlistagúru !!! ;)

April 29, 2006 7:22 PM  
Blogger Helgibelgi said...

Hmmm....:)

April 30, 2006 8:22 AM  

Post a Comment

<< Home