Thursday, September 29, 2005

Frammælt

Jámm

Nú styttist í það. Það styttist í að GPPMO komist til Englands. Það hefur lengi verið langþráður draumur minn að komast til Englands. Já sko ég nefnilega, næstum alveg einn, vann litboltamót MR í gær. Ég er á leiðinni til Englands sko að keppa...OH YEAH. Ég nenni ekki að fólk fari að lolast yfir þessu og mun ekki svara heimskulegum spurningum varðandi þetta :)

Þegar ég kom heim í dag hafði þráðlausa músin mín skriðið úr hreiðrinu sínu. Ég kom að henni sofandi eftir, örugglega, vilt kynlíf með hinni músinni (sem er óþráðlaus, ahamm). Mér fannst að þetta ætti að koma fram hérna. Þar sem ég er talandi um kynlíf.

Enn meira um eitthvað annað: Útsýnið yfir Kóngsgili er svart :(

Mig langar á snjóbretti núna. Ég vil ekki bíða. Af hverju snjóar ekki núna?

Ég stakk mig með pílu í dag. Ég var að pæla hvort guð væri til. Af hverju trúir fólk á guð? Ef okkur hefði verið kennt að trúa á þrjá guði, myndum við trúa á þrjá guði? Ef okkur hefði verið kennt að trúa á okkur sjálf og engan guð, hvernig myndi heimurinn vera? Eflaust öðruvísi en hann er núna, myndi ég halda.
Væri betra ef sum okkar væru guðir? Mundir þú, sem guð, nenna að vera labbandi úti og svo byrjar einhver gaur að biðja þig úti á götu um kraftaverk? Væru kannski haldnar kostningar um besta guðinn, eða kannski um aðal-guðinn. Hvernig væri að vera dauðlegur maður í þeim heimi?
Bara pæla.

Monday, September 19, 2005

Loksins

Jámm

Loksins hef ég nennt að blogga. Eiginlega Birki að þakka fyrir að vera að lesa bloggið mitt og sýna mér það:) amms...

Fyrsta spænskuritgerðin gekk vonum framar. Eiginlega ekki. Iðunn fékk mig í viðtalstíma og sagði mér að þetta hefði verið versta sorp sem ég hef nokkurn tímann látið hana fá. Ég á sem sagt að skrifa hana aftur, alveg frá byrjun...JESSS!!!!

Ég get fundið vetrarILMINN anga á morgnanna þegar ég þykist ætla að labba í skólann en svo skutlar pabbi mér. Á bíl sem hefur nýlega greinst með "gat á pústurröri" sjúkdóminn sem hefur ekki bara slæm áhrif á bílinn heldur einnig bílstjórann. Ég held að á latínu kallast þessi sjúkdómur "gatíum pústus" sem, ef mig minnir rétt, var fyrst uppgötvaður árið 1797 af gaur sem hét Thomas A. Edison.

En um vetrarILMINN! jámm...það styttist í snjóinn...örvæntið ekki snjóbrettarar, snjórinn mun koma! HANN MUN KOMA VÍST!!!.....víst! "mímímímímímímí!"
Mig dreymdi einmitt um bretti í spænskutíma um daginn. Namm, það var fallegt!

Ég er dett útaf msn svona öðru hvoru. Just for the fun of it! IT!

Þegar snjórinn kemur, (ÞEGAR"), langar mig að drullast í svona snjóbretta road trip með fullt af bjór og allsberum stelpum. ummmmmmmm....

Ég ætla að fara að þykjast að fara að sofa að að.