Monday, July 31, 2006

Blank Blank

Jámm

Ég þoli ekki þegar fólk segir að vísindin sé til en ekki guð, eða að vísindin sé betri en guð, eða öfugt. Þúst eins og eitthvað efnahvarf afsanni að guð sé til. Það er alveg ótrúlega vitlaust að segja það, því hvernig vitum við að guð lét ekki efnahvarfið gerast. Var sko að horfa á einn scrubs þátt þar sem einn læknirinn var á móti systur sinni sem trúði á guð, þeas hann hélt að lyfin hefðu læknað sjúklinginn en ekki guð. Mér finnst það bara vitleysa :)
Ég trúi því að guð stjórni öllu, að það sé ekki eitthvað rugl eins og stærðfræði eða vísindi eða þannig sem "ögrar" honum, það sé einmitt bara okkar túlkun á hans verkum.

Red Hot Chili Peppers - Californication
kemur manni í ágætt stuð:)

Það er fyndið stundum þegar fólk reynir að segja eitthvað sniðugt en það er hægt að misskilja það og taka því illa. Eins og "varstu að raka þig?". Ef gaurinn var ekki að raka sig gæti hann tekið því þannig að hinn væri að gera grín að skeggvexti sínum, og ef hann var í raun að raka sig þá veit hann ekkert hvað hann á að segja "..já..nú?" þúst skiptir varla. Vinnufélagi minn, sem er 65 ára gömul ótrúlega lítil kona, sagði mér beint út í gær án ástæðu að ég væri horrengla. Hvað í andskotanum gæti hún meint vel með þessu?!? Ef hún var að reyna að segja eitthvað sniðugt þá tókst henni það ekki. Ég náttla verð alltaf móðgaður þegar fólk segir að ég sé lítill eða mjór því það er svo ótrúlega satt. Ef það væri ekki satt myndi ég hlægja. Mér finnst nú að ef maður hefur lifað í svo langan tíma sem 65 ár, þá ætti maður að hafa vit á því sem maður segir :) Þannig ætla ég að vera, svona gáfaði gamli gaurinn með lexíurnar, alltaf að kenna ungu fólki og vera gáfaður. En ekki svona gargandi vitlaus gamall maður sem stundar það að æpa á fólk sem vinnur í afgreiðslu hjá ógeðslega stóru fyrirtæki og fer svo og tek strætó.
Æjj vá ég er farinn að bulla um gamalt fólk núna. Old people are crazy...

Núna er allt að gerast í munninum mínum. Er með þrjú sár á neðri vörinni einni og þykist vera að fá endajaxl og fæ sársauka þegar ég kyngi. Það er sem sagt algjör sæla að nota munninn núna. Að bursta tennurnar er eins og helvíti:)

Á morgun fer ég í einhverja ferð með Írisi, kærustunni. Hún er búnað plana eitthvað en fyrir mér er þetta óvissuferð, heyrði bara orðin: tveir dagar og mosfellsbær. En mér finnst það fínt, kem bara með þessa kassa bjóra sem ég á ennþá:D og allt verður ljómandi.
Ég er farinn að sofa, vonandi að vakna ekki í kvöl og ógeði, líkamlega séð auðvitað :)

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Bíddu ertu ekki alltaf að kalla mig stóran, ætla að skríða í holu og deyja ;)

August 05, 2006 10:34 PM  
Anonymous Anonymous said...

Já elsku kallinn minn, verði þér að góðu ;) þótt ég vissi ekki af þessari ferð fyrr en Dagný sýndi mér þetta blogg þá skal eg endilega taka þig í óvissuferð í tvo dga til mosfellsbæar - ekki málið elskan!!!
Hlakka til að sjá þig litli dúllíbossinn minn!
xxx íris

August 06, 2006 10:27 AM  
Anonymous Anonymous said...

ég er besti ökumaður í heimi

August 08, 2006 5:31 PM  

Post a Comment

<< Home