Sunday, April 09, 2006

Mínar hugsanir

Jámm

Gunni var eitthvað að væla yfir því að ég bloggaði aldrei. Já, margir aðrir líka. Það er ekki skemmtilegt að blogga þegar enginn commentar. Ég vil í framtíðinni, ef þið viljið að ég haldi áfram að blogga, að þið commentið. Það þarf ekki að vera mikið, bara að þið sýnið mér að þið hafið lesið. Plís ekki koma með eitthvað "SKO! ég las víst!" eða "búinn að lesa...". Ég væri til í að fá ekta comment, eitthvað sem svarar blogginu og vekur kannski upp aðrar spurningar. Eitthvað ekta. Eitthvað sem kemur frá ykkur sjálfum.

Ég, Birkir, Hildur og Valborg ætlum vonandi í skíðaferðalag til Akureyrar núna um páskana. Hildur á eftir að fá samþykki foreldra, sem mér finnst hálfgamaldags. Ég meina, hún er 17 ára (held ég) með bílpróf, orðin fullorðin stelpa. Mér finnst hún ekki eiga að þurfa að spurja foreldra sína hvort hún megi fara burt í 3 daga. Auðvitað segir maður frá og fær álit foreldra, en að þeir fái að ráða finnst mér asnalegt. Það verður samt geðveikt gaman í ferðinni. Drukkið verður hvert einasta kvöld:D og snjóbretti á hverjum degi allan dag:D vááááá!!! gaman!

æji ég nenni ekki að skrifa meira, ætla að klára sudoku. Farið endilega á www.websudoku.com og farið í EVIL SUDOKU. Hrein illska.

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

öfund
en ég vona að ferðin verði ógleymanleg hjá ykkur, ég verð í jiu-jitsu æfingabúðum (face valborg, face).

En ok, ég skal halda áfram að blogga ef þú gerir það helgi. þarf bara að finna nýja síðu því foreldrar mínir fundu þessa síðu og hell no að ég vilji að mamma sé eitthvað að lesa fylliríissögurnar mínar og ógeðslegheit.

Keep up the good work

ps. helgi, þúrt slut!

April 11, 2006 7:23 AM  
Blogger Gibba Gibb said...

HEY! Takk kærlega fyrir frábæra ferð.
Og ok, ef þú lest mína síðu þá átt þú líka að commenta hjá mér, bara jafnvel svona: "hey ég las!"
Mér finnst það alltaf jafngaman!

DAUÐI! :-D

En sam sem áður þá er ég 17 ára, og ég verð ekki sjálfráða fyrr en 18 ára, og það þýðir að mamma mín ræður mér ennþá alveg hellings mikið þó ekki jafnmikið og þegar ég var 5 ára. Og ég fékk leyfi þrátt fyrir að henni leist nákvæmlega ekkert á þessa ferð, ég ætlaði að fara, sama hvað hún segði. :-)

April 17, 2006 5:53 AM  
Anonymous Anonymous said...

HA? GUNNI ??? HA?

Allavega, þá er ég bara nett sátt líka sjálf og vil þakka ykkur fyrir ógleymanlegar stundir og mannauðgandi tengsl.

Ég sem ætlaði að læra á meðan hann var í burtu!

April 17, 2006 8:11 AM  
Anonymous Anonymous said...

Já ég er sammála, marr á eila ekki að þurfa að fá leyfi frá foreldrum..heldur meira svonah tala við þau þannig þau viti nú allavega eikkva hvað marr er að gera :P

Bara svonah til að sýna líka að ég hafi lesið bloggið Helgi minn, veit þú vildir ekki að við sögðum etta..en ég kom líka með mína skoðun á málinu ;)

April 21, 2006 8:17 PM  

Post a Comment

<< Home