Monday, July 24, 2006

All Is A Game

Jámm

Vá, ég hef ekki hitt hana Helen í geðveikt langan tíma eða síðan skólinn hætti. Ég ætla að reyna að bæta úr því og hitta hana sem snöggvast. Hringi í hana núna. Haha :D ég hringdi í vitlaust númer! einhver Jóna Stína...rugluð. Ef þú lest þetta Helen þá máttu hringja eða eitthvað.

Ég hitti hins vegar aðra stelpu um daginn. Breiðhyltingur...pff ;)

Úff, ég held að Indí tónlist sé að verða virkilega vinsæl. Er alltaf að heyra eitthvað meira og meira þannig tónlist í kringum mig. Kannski því ég byrjaði nýlega að hlusta á hana, þeas uppgötva hana. Í vetur samt. Virkar samt sem hálfgerð vinsæl tónlist þegar maður spáir í því en samt góð tónlist. Byrjaði fyrst að hlusta á Band of Horses, sem ég féll algjörlega fyrir. Get ennþá hlustað endalaust á þá. Var að lesa eitthvað á huga um tónlist og datt inn á grein þar sem gaur hafði búið til disk með svona lögum eins og The Funeral með Band of Horses, þar hlustaði ég á þá fyrst. Svo sagði Héðinn mér frá Nada Surf og einhverju, en Nada Surf er einmitt geðveikt skemmtileg hljómsveit, í topplistanum mínum amk.
Svo fann ég líka The Decemberists, sem er aðeins steiktari en fyrrnefndar hljómsveitir.
Var að uppgötva Death Cab for Cutie í dag. Eitt lagið þeirra var mjög vinsælt og ég meira að segja kannaðist við það.

Ég var ógeðslega hissa þegar ég heyrði Band of Horses í skjá einum auglýsingu. Bara vá, einhver sem fílar sömu tónlist og ég. Hef líka heyrt Amon Tobin á skjá einum.

Ég eyðilagði fótinn minn í gær þegar ég teygði hann. Fékk einhvern mjög slæman krampa í hann og gat ekki gengið eftir á, skreið bara. Svo er hann ennþá ónýtur í dag, var haltrandi í vinnunni og það ýkt vandræðanlegt að fara heim, þurfti að labba út í sjoppu að fá klink í strætó og svo í strætó horfði einhver stelpa á mig haltra fram hjá >:O Svo þurfti ég að labba heim frá Hlemmi tók svona fimmfalt lengri tíma en venjulega og nokkur stör.

Kannast einhver við Inside of Love með Nada Surf? það var eitthvað vinsælt held ég.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Maður spáir í það
en pælir í því.

Matur, klára þetta seinna.

Í matinn var kjúklingur.

Svo er ég líka hvortsemer að skíta. Heyrumst.

July 26, 2006 12:09 PM  
Blogger Þórir said...

Sko, Indí er einmitt lúmskt vinsælt. En málið er að Indí er breitt fyrirbæri, með margar hljómsveitir. Tískan við Indíið er einmitt líka að finna lítt þekktar hljómsveitir og fíla þær í botn, svo er Indí líka geðveikt töff.

August 02, 2006 10:17 AM  

Post a Comment

<< Home