Sunday, December 04, 2005

Comput'ehr

Jámm

Ég, eins og margir, en samt eru ekki margir ég, held ég, er að fara í fyrsta jólapróf vetrarins á morgun. Sögupróf á morgun. Gaman gaman. Saga er fín. Saga eru bara staðreyndir sem þú þarft ekki að setja í neina asnalega jöfnu með flóknum merkjum sem heita einhverjum grískum nöfnum. Saga er einföld og róleg.
Ég er ágætlega undirbúinn fyrir söguprófið og spái mér einkunninni 7. Ég skil ekki fólk sem ÞARF að ná 10 í öllu. Þúst rólegur maður, það skiptir ekki máli hvað þú færð, bara að þú náir.

Ég ætla mér að ná öllum prófunum. Erfiðast er fyrir mig að ná stærðfræðiprófinu. Annars er íslenskan mikið vafamál. Ég veit ekkert hvað mun koma á íslenskuprófinu.
Getur einhver vinsamlegast sagt mér það? ég skal gefa ykkur mandarínubörk.

Mæli með laginu All Kinds Of Everything, svona fyrir jólaskapið.

Er of snemmt að hengja upp jólaskreytingar núna? Er að setja jólaseríur í gluggann. Af hverju heitir þetta "Seríur" ?

Skiptir einhverju máli, félagslega, hvað maður fær í prófunum?
Sko, persónulega, finnst mér ekkert athugavert við að fá 4 í stærðfræði. Það er fínt.
En ef þetta er enska, þá finnst mér alvarlegt ef einhver fær minna en 7.
Mér finnst fínt að fá svona 6 í sögu. Skiptir litlu máli. Ef þú færð ekki meira en 6 í dönsku þá finnst mér það skrítið.

Johannes Kepler var örugglega einhver gaur, og pottþétt einhver gaur sem kemur á prófinu. Hann heitir bara svoleiðis nafni að hann kemur á prófum og að ég gleymi honum, eða hver hann var. Hver í andskotanum var hann? ég ætla að fletta því upp núna og tékka á því.

Þýskur stjörnufræðingur. Hann var eitthvað að kasta mandarínum upp í loftið, svona þannig að þær snertu rétt svo loftið. Þá fór hann að hugsa og sagði að brautir reikistjarna væru sporöskjulaga. svo sprakk ein mandarínan og þá hugsaði hann "Hraði stjarnanna er mismunandi og í réttu hlutfalli við fjarlægð þeirra frá sólu". Svo fór ég niður í eldhús og stal mér einni kókómjólk.

Ég er farinn að lesa sögu. BLESS! [bl3s]