Thursday, December 07, 2006

Jól og fleira

Jámm

Ég ætla hér með að troða upp á ykkur jólagjafalistann minn. Allir verða að kaupa eitthvað, og það verður að vera eitt eða fleira af þessum lista! Hér er það sem mig langar í:

1. Hvalur, sem ég get farið á í skólann, þar sem ég fékk hann hvorki í jólagjöf né afmælisgjöf í fyrra, þá vil ég fá hann núna! helst steypireiður eða búrhvalur.

2. Legging hvalaleiðslukerfi um Reykjavík. Hvernig á ég að ferðast um bæinn á hval?

3. Að ég verð gerður undanþeginn lögum um meðferð dýra. Ég fer með hvalinn minn eins og ég vil! og engir femínistar fá að segja orð um það!

4. Hvalur að minni gerð verður gerður þjóðardýr íslendinga og þar með verð ég heiðursborgari og þjóðardýrsvörður. Þjóðardýrsverðir fá greidda mánaðarlega upphæð fyrir titilinn, einnig er heiðursborgari undanþeginn skatti.

5. Eitthvað skemmtilegt, eins og föt á hvalinn eða eitthvað tengt hvalnum mínum.

Vona að þið verðið við óskum mínum. Annars deyjið þið í svefni.

Nú eru jólapróf, gaman gaman. Ég er núna að læra líffræði og ætla að halda áfram alla nótt, svo ég leyfði mér þessa blogg-pásu, þar sem ég hef svona mikinn tíma. 9 tímar í próf núna!
eftir prófin verður svo stórt kynsvall að ríkið mun kæra mig fyrir mannmengun.
Þessi mynd getur lýst þeim tilfinningum sem munu verða ríkjandi eftir prófin:

3 Comments:

Anonymous Gunni said...

Ég á ekki hval, en ég get látið þig fá feita stelpu sem hleypur með þig allt sem þú þarft að fara. En því miður kostar hún allt of mikið súkkulaði í eldsneyti.

December 09, 2006 8:26 AM  
Anonymous Stebbz0r said...

Það sem þú þarft er 3p1x M0un7!

Og viti menn, þér munuð eignast...

Ég hef talað,

Stefán Árni

December 10, 2006 4:38 PM  
Anonymous Hvalabloggseftirlitsmaður Ríkisins. said...

ég er hvalabloggseftirlitsmaður ríkisins og ég sé að þú ert að brjóta á bága við grein 24.b með þessu bloggi.

Þetta er fyrsta aðvörun.

April 20, 2007 11:34 AM  

Post a Comment

<< Home