Tuesday, July 12, 2005

Þessi heimur

Jámm

Ég er að hlusta á Rammstein. Þeir eru skemmtilegir.

Það er strákur í vinnunni minni sem trúir ekki á neinn guð, segist "trúa á vísindin." Ég segi það vera fkn rugl, þessi vísindi það er að segja. Ég trúi og treysti alls ekki á vísindin. Ég læt ekki segja mér til dæmis hvort Guð sé til eða ekki. Eða hvort það finnist líf á öðrum plánetum en jörðinni. Eða bara alls konar hluti. Vísindamenn geta bara ekki vitað hvort Guð sé til eða hafi einhvern tímann verið til. Þessi gaur í vinnunni minni, sem trúir ekki á Guð/guði, segir að alheimurinn sé aðeins 6,eitthvað miljarða ára gamall. Ég vil fá að vita hvernig í andskotanum einhver getur fundið það út. Hvernig getur alheimurinn haft aldur? VARÐ hann bara allt í einu til? úr hverju? AF HVERJU? er þetta kannski einhver vídd sem varð til fyrir 6blabla miljörðum árum? þá er samt ekki alheimurinn jafn gamall og bara þessi eina litla vídd. Annars veit ég ekki hvað þessar víddir eiga að vera. Svona gaurum sem þykjast vita "allt" finnst alveg ógurlega gaman að útskýra allt á sem heimskulegasta hátt sem mögulegur er. ok...ég og MR.know-it-all vorum að tala um hvernig fólk mun koma til að ferðast ógurlegar fjarlægðir í geimnum, ef svo vildi til að við yrðum á lífi þegar það væri hægt, það er að segja ef við deyjum ekki út á einhvern skemmtilegan hátt. Hann var að tala um "að teygja geiminn sundur og saman til að ferðast" og ég alveg ákafur í þessu spurði "hvernig í andskotanum fer maður að því??" hann náði í blað og sagði "við erum hér á blaðinu og við viljum ferðast þangað" svo braut hann blaðið þannig að staðirnir mættust. Svo horfði hann á mig eins og ég væri lítill krakki með ís. Ég vildi ekki að hann brynni yfir svo ég sleppti því að slá hann og spurja aftur.
Nóg um það, þarna!!!

Íkorni...HAHAHAHAHAHAHA!

jæja ég nenni eiginlega ekki að skrifa meira því mig þyrstir í eitthvað annað.

Saturday, July 02, 2005

Mér er kalt

Jámm

Úff, í þessari viku vann ég 64 tíma! 13 tíma á dag nema á föstudag, þá bara 8 tíma.
Annars er ég í mjög þægilegum vinnum. Aðalvinnan er í Breiðholtslaug að gera ekki neitt, slá gras og taka til og svona, núna er ég að mála. Svo er það aukavinnan þar sem ég einfaldlega rölti yfir frá sundlauginni yfir í íþróttahúsið og fer í básinn minn, kveiki á sjónvarpinu, logga mig inn á msn og fer svo og opna allar hurðir í húsinu og kveiki öll ljós. Svo ligg ég í stólnum og bíð eftir að fólk komi sér á handboltaæfingar eða hvað sem það er að æfa og ég tek á móti hlutum til að geyma.

Þetta er sem sagt engin vinna, en samt leiðinlegt að vera í burtu 13 tíma á dag.

Ég ákvað að blogga smá, vegna kvörtun sem ég fékk frá ákveðnum Stebba! ég vil ekki afhjhúpa hvaða Stebbi það er, með því að nefna hann á nafn. En ég get sagt ykkur að þetta var hvorki Stebbi Ben, né gaurinn í vinnunni minni sem heitir Hannes...og já, þetta var heldur ekki Stebbi úr vinnunni!

Nú er ég einmitt að hlusta á Deliverance með Opeth, fyrir þá sem vita eitthvað um það!

Ég held að Qotsa tónleikarnir séu á þriðjudaginn. Mig minnir að það hafi verið einhver önnur hljómsveit líka og að hún sé Foo Fighters. Mér er alveg sama þótt að Foo Fighters komi með eitt eða tvö lög, EKKI MEIRA!! ég vil Qotsa!
Ég held að Birkir eigi miða fyrir mig sem ég skulda honum fyrir?

Um daginn var ég að bíða eftir strætó til að koma mér úr þessu hættulega Breiðholti. Ég var búinn að bíða í svona 20 mínútur þegar ég sá mann labba yfir götuna sem strætóskýlið var við. Maðurinn labbaði frekar öruggur yfir götuna því augljóslega var enginn bíll að fara að klessa á hann! En allt í einu sá ég einhverja hvíta Hondu-druslu koma brunandi eins töffarinn í bílnum væri að reyna að drepa manninn sem var á labbi yfir götuna. Maðurinn náði að forða sig yfir götuna rétt í tæka tíð til að forðast dauða. Maðurinn virtist ekkert hissa á þessu og labbaði mjög venjulegur í næstu sjoppu! Hins vegar var ég alveg furðulosta og starði á hann.
Svo stuttu seinna kom þessi maður aftur og inn í strætóskýlið en svo allt í einu hóf hann að syngja einhverja óperu eða eitthvað. Ég var glaður þegar strætó loksins kom og ég gat komið mér heim!!

úff...ég hata tölvur! Systir mín var að kaupa sér einhverja drasl Medion ferðatölvu. Hún sökkar, ég þurfti að formata hana:) og setja allt upp á nýtt:) núna eftir margra tíma væl í systur minni þá er allt orðið eins og það á að vera í tölvunni!

æj ég er bara farinn að vita ekkert hvað ég er að segja hérna, enda búinn að vera að þessu í allan dag:P