Thursday, May 26, 2005

Sumar og Sól

Jámm

Jámm, nú hef ég fengið einkunnirnar mínar. Þær sökka eins og venjulega, en ég er ánægður svo lengi sem ég fell ekki. Ég veit ekki hvernig mér tókst það, en mér tókst að falla ógeðslega í stærðfræðinni:(
jámm...alveg ógeðslega ógeðslegt, finnst mér!
Auðvitað "náði" ég efnafræðinni, en ekki nógu mikið! Þannig ég verð víst að taka helvítis stærðfræðina og efnafræðina AFTUR! og... ef ég næ ekki yfir 4 í einkunn á báðum prófunum mun ég verða dæmdur til falls á árinu og mun þurfa að endurtaka 3.bekk:)
Úff hvað það verður gaman :D Finnst samt asnalegt ef ég á þá að fara að endurtaka eitthvað eins og stafsetningu (sem ég stóðst) og félagsfræði sem ég tók stúdentspróf í og stóðst (er sem sagt stúdent í félagsfræði). En ég verð bara að sjá til hvort ég heimskist ekki til að ná þessum helvítis prófum og halda mér svo frá falli á næsta ári!!! (heilinn minn þykist ekkert vera að hlusta á mig)

Ég hvet alla til að hlusta á nýja Queens Of The Stone Age Diskinn -> Lullabies To Paralyze!

En já af öðrum málum að öðrum málum! Ég er enn atvinnulaus! Einhver með vinnu handa mér!?!?! Arhh(svona kall')

æjj er ekki að nenna að segja frá einhverju öðru.
En ég vil bara votta samúð mína með Árna einum (fyrrum?) F bekkingi! og einhverjum gaur í Stebba-bekk (J)
Star Wars 3 fannst mér vera frábær!

lvl 17 !!!

Wednesday, May 18, 2005

Eitthvað blogg eitthvað...

Jámm

Í nótt er 19. maí :) eftir prófin á morgun, þEAS eftir nóttina, þá er ég búinn í prófum:D
Þá verður bara fjör:D Sumarfrí og læti! Ég vil bara gera eitthvað skemmtilegt í sumarfríinu mínu, eins og til dæmis spila fótbolta og hanga og drekka eitthvað.
Ég er alveg ógeðslega spenntur fyrir tjaldferð sem margir úr MR ætla í á föstudaginn:D ég er búinn að plana allt voða vel. Planið hefur eiginlega haldist inni í hausnum mínum allan tímann:P ætli það verði eitthvað úr því??

Það er Los Españoles De Examen Los Blablaos, jámm...þú hefur rétt fyrir þér því þetta þýðir einmitt spænskupróf:D
Birkir var að segja mér að við eigum ekki séns í einn hluta af prófinu sem gildir 20PRÓSENT, þannig að ég veit allavana að ég fæ ekki hærra en 8:)
Við fengum ekki eitthvað blaða eða blöð sem þessi hluti er prófaður úr:S Ég bara skil ekki hvernig það getur þá verið ætlast til að við getum svarað úr því. Ég vona bara að við fáum bara að sleppa því:D:D:D:D:D:D:D Það er samt bara draumur sem mun ALDREI rætast og ég veit það! Allir aðrir hafa örugglega fengið þetta HELVÍTIS BLAÐ/BLÖÐ og fá örugglega 10 :) GOTT HJÁ ÞEIM!!!!!!! BRAVÓ!!!!
ég sætti mig samt alveg við svona 7, sem að öllum líkindum á eftir að verða talan sem ég á eftir að sjá á einkunnablaðinu mínu:)

(Ég var að enda við að kalla Birki GAMLAN FISK)

en já ég er ekkert að muna hvað ég hef meira að segja þannig ég ætla að hlusta á næstu 5 lögin í playlistanum mínum og dæma þau hér á þessu litla bloggi mínu:)
vonandi les það einhver, og KOMMENTAR, ARHHHHHHH :)

nýjustu fréttir, ég og birkitréð vorum að uppgötva að við höfðum fengið þessi asnalegu spænskublöð send, en samt bara fyrir tveim dögum:S úfffff hún er alveg snar þessi kennarafígúra!
nú verð ég alla nóttina að æfa þetta:(

Tónlistar-gagnrýni Helga:

1.lag á lista:
The Twilight Is My Robe með Opeth, á Orchid disknum!
1.sek ekki nógu góð, svo kemur ógeðslega góður partur, svo frekar rólegur og góður partur. Þegar í miðjuna er náð kemur ótrúlega góður partur, hraðari og léttari en áður! Endirinn er vibbalega góður!
Þegar ég lít yfir heildina þá er þetta ógeðslega gott lag, frekar rólegt finnst mér og maður þarf helst að vera í réttu stuði til að hlusta á það! En ég er nú sjálfur ofast í því stuði!
Gef þessu lagi 8 af 10 mögulegum!

2.lag á lista:
Deliverance með Opeth, á Deliverance disknum! (hefur verið mitt uppáhaldslag lengi)
Byrjar með látum, mjög flott! svo kemur rólegt sem er mjög fallegt. Lagið heldur áfram að skipta úr rólegu yfir í brjálæði og verður svo alltaf brjálaðri og brjálaðri þangað til seint á 7.mín að besti parturinn fer að byrja og nær hámarki á 9. mínútu og heldur svo áfram út allt lagið!!! :D:D:D:D
ég elska allt í þessu lagi og namm þetta er gott lag!
Gef þessu lagi 9 af 10 mögulegum. Samt alveg 10 af 10 fyrir ógeðslega góðan part!!

3.lag á lista:
The Package með A Perfect Circle, á Thirteenth Step disknum!
Varð að opna gluggan fyrir þessu lagi, var orðið of heitt. Lagið byrjar vel, svo kemur bassi sem vekur örugglega pabba:/, en annars heldur það bara áfram að vera gott. Frekar þungt lag og rólegt. Textinn fjallar held ég um einhvers konar lúmskuskap og lygaraskap til að takast eitthvað.
Mér finnst þetta gott lag og af mínu skapi! soldið reitt skap:)
Gef þessu lagi 7 af 10 mögulegum.

4.lag á lista:
It Could Be Sweet með Portishead, ekki viss með disk:S
Lagið byrjar með ógeðslega miklum bassa og takturinn einkennist af bassa, ekki hljóðfærið, heldur bassinn sjálfur:) Mér finnst skemmtilegt að það sé kona sem singur, kemur vel út. Það er ógeðslega gott að hlusta á þetta lag í BASSAheyrnartólunum mínum! mjög gott lag!
Gef þessu lagi 8 af 10 mögulegum.

5.lag á lista:
To the Dogs með Tragedy, á Vengeance disknum!
Byrjar ógeðslega vel, heldur áfram ógeðslega gott, og verður alltaf betra og betra. Ekkert sungið í þessu lagi, mjöööög flott!!! Ég elska Tragedy og þetta lag. Mæli með Tragedy! takk Arnar;)
Gef þessu lagi 8,5 af 10 mögulegum.

það var ekki fleira í þættinum í kvöld, verið þið sæl :)

Sunday, May 15, 2005

Eðlis- og efnafræðipróf framundan

Jámm

ojjj eðlisfræðipróf! Ég kann ekkert í eðlisfræði. Ég er að rembast við einhver heimskuleg verkefni, (nú gætu eðlisnördar eins og Birkir eða Þórir byrjað að æpa og öskra: "eðlisfræði er ekki heimskuleg, mímímí") Mér finnst þessi verkefni frekar heimskuleg, ég er búinn að lesa 5. kafla bara ýkt vel (að einhverri bls) og næ samt ekki að gera nema eitt dæmi í fyrsta verkefninu. Það finnst mér heimskulegt. Annað hvort er ég heimskur eða gaurinn sem var svo skemmtilegur að skrifa þessa bók á svona skemmtilegan og skýrilegan hátt:)

En það er samt gott að Birkir og Þórir séu snarklikkaðir eðlisnördar, án þeirra skildi ég kannski ekki neitt, en með þeirra hjálp hef ég öðlast skilning á að minnsta kosta einhverju:D

Úff núna er ég bara búnað tala um eðluna, og það vil ég ekki.
Nú er góðvinur minn, hann Stefán Ben, búinn í prófum og þar með búinn í skólanum. Ég veit ekkert hvort það sé eitthvað svona eins og hjá okkur, svona einkunnaafhending. Maður veit ekkert hvað er að gerast í þessum hinum skólum :)
Auðvitað náði hann að verða ACTIVE á DC, en ekki minns, Valborg er það líka, segist hafa tölvunördast/fiktast, úff, úff, púnktur

Í dag keyrði ég Reykjanesbrautina.
Ég er með eitthvað ógeð á puttunum.
Systir mín hefur verið að borða appelsínu með gaffli inni hjá mér og verið svo góð að skilja það eftir handa mér til að ganga frá:)
Hún skildi líka eftir DIE-t kók! jámm og einhvern skuggalegan plastpoka o_0

B-irkir
L-ikes
E-ðlisfræði,
S-narklikkaða
S-nareðlan!

Thursday, May 12, 2005

11. maí var í gær!

Jámm

Endur fyrir löngu í sólkerfi, langt langt í burtu. Sem sagt í vorferð Hagaskóla, giftist ég henni Valborgu, bestu eiginkonu í öllum heiminum! Þetta gerðist 11. maí, 2004. Í gær var einmitt 11. maí, 2005. Ég gleymdi þessu alveg og klúðraði brúðkaupsafmæli okkar :(
Ég vona bara að hún fyrirgefi mér einhverntímann :-)

Aðrar fréttir dagsins:
Ég fæ ökuskírteini í dag:D
Auður er akkúrat núna að lolast eitthvað á msn við mig!
Fleiri munu fréttir hugsanlega verða, en ekki núna.

Wednesday, May 11, 2005

Dancing In The Moonlight!!!

Jámm

verið þið blessuð og sæl, þið þarna!...já! og þú líka!!! ég sé þig alveg sko!! FEIS!
já eins og sumir vita þá er einhver dagur í dag og í dag þá minnir mig að ég hafi farið í íslenskupróf, það gekk svo sem og svo sem ekki svo sem...
Í dag fór ég einnig í verklegt ökupróf. Það gekk náttúrlega alveg hræðilega og ég var hýddur eftir á. Prófdómarinn talaði um hve illa ég fór fyrir bílinn, 3 svipuhögg fyrir það. Ég tók líka asnalega beygju, eitt svipuhögg fyrir það, og svo voru einhver 4 svipuhögg í viðbót. Þetta var sársaukafullt, en þrátt fyrir þetta stóðst ég prófið :D
Nú er ég orðinn ökumaður eða bílstjóri eða eitthvað svoleiðis, eða eins og systir mín segir: "Einkabílstjóri hennar"...tja mér lýst nú ekkert á það.
Nú jæja, ég fæ ökuskírteini á morgun..:D

en já, ég var búnað vera að pæla í smá pælingu sem ég pælaði til að pælast upp í hausnum á mér.
Ég var að pæla í hvað framtíðin væri eiginlega. Hvað er framtíðin? Hvað er fortíðin og hvað er nútíðin?
Fortíðin gæti verið það sem gerst hefur í nútíðinni, en þar sem nútíðin heldur áfram, verður þetta bara að einhverjum minningum fólks um hvað gerðist í nútíðinni, og þá segjum við að það hafi gerst í fortíðinni. Ef eitthvað gerist núna, til dæmis að ég er að skrifa þetta núna. Þá mun þetta á morgun hafa gerst í fortíðinni, eða gerðist þetta kannski í nútíðinni?? Hvað er þá fortíðin? er það nútíðin sem er einfaldlega búin að gerast, og er þá framtíðin nútíð sem á eftir að gerast? Ef það á eftir að gerast, er þá vitað eða fyrirfram ákveðið hvað eigi að gerast? Eða er bara vitað að eitthvað gerist, alveg sama þótt það sé fyrirfram ákveðið eða ekki?

Þetta mun vera, hafa verið og einu sinni var hún ekki orðin, pæling dagsins.
Ég mun alls ekki koma með pælingu á hverjum degi, en svona öðru hverju :)

góða nótt

Tuesday, May 10, 2005

Fyrsta Helgarbloggið

Jámm

þetta mun örugglega vera mitt fyrsta helgarblogg, en Alveg örugglega mitt Alfyrsta Helgarblogg. Með fæðingu þessarar síðu mun ég geta kallast "bloggari" eða "bloggser" eða "bloggs's" eða annað álíka asnalegt slangur og slettufrussa.
Ég ákvað að gera þessa síðu útaf ástæðu sem ég er ekki alveg viss um hver er. Kannski er sú ástæða að mig langar einfaldlega bara að skrifa eitthvað sem einhver les og KOMMENTAR á. Það væri allavana gaman að fá SVÖR eða hvað sem það kallast.
Allavana...
Hæ ég heiti Helgi og ég er 17 vetra gamall, er í MR og heiti Helgi.

það mun líklegast koma meira inn á þetta:)