Monday, May 08, 2006

Stærðfræði

Jámm

Hvað finnst ykkur stærðfræði vera? er það hugvísindi? er það heimspeki? er það raunveruleikinn?
er það rugl? er það leiðinlegt?

Mér finnst stærðfræði frekar mikið rugl, en getur verið skemmtilegt þegar maður skilur þetta.
Annars finnst mér þetta vera bara smá heimspeki. Stærðfræði teiknar eiginlega hugveruleikann, eða útskýrir hann.
Þannig er getur samt stærðfræði eiginlega ekki verið rugl, því þetta er allt rökrétt og sannað(fræðilega).
Mér finnst samt sniðugt að stundum ræður stærðfræðin ekki alltaf við hugan á manni. Hvað er til dæmis kvaðratrót af 2? Siffa stærðfræði kennari sagði: "enginn veit hvað kvaðratrótin af 2 er!" mjög dularfullslega, eins og einhver gæti fattað eitthvað og allt í einu horfið í smá sprengingu og eina sem eftir væri af þeim einstaklingi væri eilítið reiksvall.
Pí er líka svona tala sem er endalaus. Það virðist sem fólk sé að rembast við að ráða við þessa tölu með því að muna sem flesta aukastafi á henni, eins og það muni hjálpa eitthvað. Eina sem fæst út úr því er últranördasóðaskapur. Þetta eru allt menn sem gera aldrei neitt annað en að lesa pí, daginn út og daginn inn, lesandi pí eins og einhverja ofsartrúar-biblíu. Þessir menn gefa líklega pening í söfnuð PÍS. PÍ notar peninginn til að prenta út bækur um pí og halda pí-ráðstefnur. Pí-fólkið er snargeðveikt. Ein spurning til pí-fólksins: "Hvar fáið þið alla þessa aukastafi?"
TÝPÍST að enginn svari.

Það er einmitt stærðfræðipróf á morgun. Ég þykist vera nokkuð viss með 5. Það væri þó þægilegt að geta hugsað til þess að vera öruggur með 8-10, eins og Birkir, Jón Andri og Valborg. Ég er samt mjög sáttur við það eina að ná prófum, don't sweat it pls. Ekki það að ég hafi ekki metnað. Ég hef metnað. En ég er ógeðslega latur og nennti aldrei að læra í vetur og svaf í öllum stærðfræðitímum, þökk sé Auðni, hann er algjör engill:D TAKK AUÐUN, ÉG ELSKA ÞIG!

Ég mæli inndregið um 1,27 cm að lesendur hlusti öfgakennt á Hermigervil. Þvílík snilld. Ég get hlustað endalaust á þetta. Ég ætla núna að fara að sofa og dreyma um Auðun stærðfræðikennara, hver veit nema hann kenni mér eitthvað í svefni?