Sunday, November 27, 2005

The Helgiville Horror Of Death

Jámm

Nú er svona blogg í gangi. Ég er að blogga. Einhver sagði að ég bloggaði of sjaldan. Hver var það? og já...blogspot hafði verið bilað í heilann mánuð svo það er mín afsökun. Hvað með þig!, feis.
feeis.

Kimono er geggjuð hljómsveit. Ég er að tala um hina íslensku Kimono, en ekki þýsku. Nú er bara vika í jólaprófin og ég er eiginlega ekkert sérstaklega búinn að læra bara fyrir þau. Mér finnst eins og allt reddist. Ég þarf bara að finna tíma þegar ég nenni að læra.

Ég fór á The Exorcism of Emily Rose. Hún er mjög góð. Betri en ég hélt og öðruvísi.
Ég sá líka The Amityville Horror og núna er ég af og til hræddur við húsið mitt. Af hverju ætti ég að vera hræddur við mitt eigið hús? Kannski er illur andi í því sem finnst gaman að hræða saklausa Helga. Kannski.

Ég komst að því í dag að ég á víst að vinna á sjálfum aðfangadegi. Amm. Samt bara um morguninn og til klukkan tvö. Það er ágætt, þá fæ ég örugglega meira á tímann en venjulega.
Ég hlakka til að fá útborgað núna um mánaðamótin. Þá ætla ég að kaupa skó! Þá ætla ég að kaupa Civilization IV! Þá ætla ég að kaupa nýtt belti. Ég veit ekki um fleiri hluti sem ég ætla að kaupa, en ég er hræddur um að öll launin mín munu eyðast á fáeinum dögum og ég mun verða grenjandi í pabba allan Desember um pening.

Og já...Cradle Of Filth er geeeeeðveik hljómsveit, og Dimmu Borgir eru ágætar, allavana það sem ég hef heyrt.

Wednesday, November 16, 2005

Bretti

Jámm

Ég fór á bretti um daginn í fyrsta sinn í vetur. Það var geðveikt en ég þarf samt að venjast nýja brettinu mínu.
Það er stærðfræðipróf á morgun sem ég mun alveg örugglega falla í. Ég hef verið að vinna síðustu daga og ekki getað lært mikið. Annars finnst mér stærðfræðin ekkert það ógeðslega ógeðisflókin eins og hún var. Ég er farinn að sjá betri hlið hennar núna.
Úff, ég vildi að jólaprófin væru byrjuð og ég væri vel lærður í öllu, sérstaklega stærðfræði og íslensku, og efnafræði, og líffræði líka. Svo kæmi jólafrí og þá mun ég hanga í tölvunni dag og nótt. Slefandi fyrir framan tölvuskjáinn, ekki borðandi neitt annað en gos og slím. Og ekki fara í sturtu fyrr en eftir áramót, og byrja að tala leet mál við pabba og reiðast geðveikt þegar hann skilur ekki. fkn noobinn!

Ég var að uppgötva nýja hljómsveit fyrir mér, Anathema. Mjög gott, það sem ég hef heyrt frá henni. Frekar róleg en þung lög. Kimono er líka í uppáhaldi hjá mér þessa dagana og þá sérstaklega lögin "Aftermath" og "Japanese Policeman"

"Japaneeeeeese policeman, living in Scandinaviaaa"

Vinna sukkar en maður fær penginga fyrir hana. Ég er ekki að vinna næstu helgi. jeij fyrir því!
Þá vil ég fara á bretti, að minnsta kosti einu sinni, og ekkert múður né múkk við því.

p.s. ég drap gunna! zomg!
OMG JUDEN.