Thursday, May 31, 2007

Ný færsla

Jámm

Loksins skrifa ég hérna eitthvað á ný. Ég er bara að gera það því Gunni og Stebbi sögðu mér að gera það. Verð sár ef þeir kommenta svo ekki.

Ég var í fáránlega ömurlegum póker. Það var eins og allar gömlu góðu póker-reglurnar höfðu horfið. Einnig höfðu líkurnar á að fá hönd snarlækkað. Af kannski 100-200 höndum sem ég fékk þarna, var aðeins eitt af þeim par. Það var drolluparið mitt, sem ég þurfti svo að folda (ekki í pre-flop). Líkurnar á að fá par eru ca. 5,6%, ef mér skjátlast ekki. Fékk líka ásinn kannski 4-5 sinnum allt kvöldið...ömurlegt. Fékk samt alveg að sjá ágæt spil fyrir utan pör og ása, en þá héldu allir að ég væri að blöffa og calluðu allt sem ég hækkaði, sem er gott í sjálfu sér en samt ekki þetta kvöld því ég hitti aldrei neitt. Það besta sem ég floppaði var tvö pör, sem gerðist tvisvar í röð, vann smá annað skiptið, tapaði smá hitt. Reyndar var ég svo heppinn að fá þrjá eins á river, par í borði sko, þá hafði enginn neitt og tékkuðu, ég græddi ekkert á því.
Allt í allt var þetta ömurlegasti póker í sögu alheimsins.
Næst þegar það er póker ætla ég að hætta ef þetta byrjar að ganga svona, en ekki tapa öllu.

Á morgun þarf ég að vakna klukkan fokking 5 og drullast til að labba í vinnunna því strætó gengur ekki þá. Strætó sökkar svo feitt að mig langar að æla við tilhugsunina um tilveru strætó. Ef ég væri Guð, myndi ég búa til heim án strætó. Bara allt við strætó sökkar. Eins og þarna strætó akreinar, bara fyrir strætó, ÞAÐ ERU ALDREI STRÆTÓAR Á ÞEIM. Af hverju má ég ekki keyra á þeim?

Já, er maður ekki byrjaður að vinna í Laugardalslaug, aðal laug landsins. Það er samt auðvitað ekkert að gera þarna annað en að mæla klór, já, og fylgja gagnlausum skipunum yfirmanna. Ég var sendur inn á bað sko einn hálfan daginn, "til að læra", hafði samt starfað allt sumarið í fyrra sem baðvörður. já, baðvörðurinn sem var þarna er með eitthvað svona "Control Issues" og skipaði mér fyrir um allt, og svo gagnrýndi hann allt sem ég gerði og vildi alltaf láta mig gera það aftur. Ég var nálægt því að fá kast og rífa hann í sundur og tæta úr honum innyflin. Gerði það samt ekki.

Hefði átt að gera það.

Núna ætla ég að horfa á Dazed And Confused, áður en ég fæ 2 tíma svefninn minn langþráða.
Hefði átt að casha út þegar ég var í plús.
Gunni callaði all-in mitt með fimmupar og vann. Ég var víst outplayaður.

5 Comments:

Anonymous Stebbi said...

Ég commenta ekki...

Ég er bara ekki svoleiðis

Ég hef aldrei commentað og ætla aldrei að byrja á þeirri viðurstyggð, ósóma og dusilmannahætti...

June 04, 2007 5:41 PM  
Anonymous Edda María said...

Þú átt að taka leigara í vinnuna í boði ítr:)

June 10, 2007 5:31 AM  
Anonymous Gunni said...

eða bara kaupa sér 1stk bmw ?

June 10, 2007 8:53 PM  
Anonymous Valborg said...

eða vekja einhvern vin þinn og spyrja hvort að hann nenni að skutla þér!

Annars er ég ánægð að sjá þú ert ekki lengur í einhverjum hvala hugleiðingum

June 15, 2007 8:23 PM  
Anonymous Valborg said...

Svo máttu alltaf líka skrifa eitthvað meira.

June 19, 2007 1:44 AM  

Post a Comment

<< Home