Wednesday, April 19, 2006

Þögul Drukknun

Jámm

Þá blogga ég aftur. Það er ágætt.

Það er skrítið að hugsa til þess að eitthvað sem maður hélt að var bara lítið smáatriði varð að einhverju risastóru mikilvægu atriði. Gunni veit hvað ég er að tala um. Þetta litla atriði breytti miklu fyrir mig. Ég veit ekki ennþá hvort þær breytingar séu góðar eða vondar. Ég bjóst alls ekki við þessu. Skrítið hvernig allt fór á þann veg sem ég planaði. Skrítið hvernig ég fór ekki eftir planinu. Skrítið hvernig planið fór illa með mig.
Það er náttúrlega alveg hægt að pæla í hvort þetta smáatriði var það sem breytti öllu, eða hvort það breytti engu yfir höfuð. En ég vil taka sénsinn. Ég vil sjá hverju þetta breytti.

Ef þetta væri draumur þá væri lífið allt öðruvísi núna. Það væri dásamlegt!

Vá, ég talaði við Helen í 40 mínútur. Mér finnst það mikið.

Ef maðurinn hefði ekki fundið upp hugtakið "tíminn" hefði ég ekki talað við Helen í 40 mínútur, heldur hefði ég einungis talað við hana. Ég veit ekki hvort mér finnst það þægilegt að allt sé mælt í tíma. Mér finnst ég alltaf hlekkjaður við tímann. Eins og núna ætti ég að vera sofandi til þess að hafa sofið í nógan tíma fyrir bretti. Týpíst að við förum svo ekkert á bretti á morgun, láta mig vakna snemma fyrir ekkert. Ætli mér sé svo sem ekki sama.

Ég veit ekki hvað Stebbi veit. Ég held að honum muni ekki líða vel heldur.

Þótt þessar stelpur séu algjörir vitleysingar koma þær mér samt í betra skap. Þær hætta aldrei þessum fáránlegskap. Þessu óþroskaða gríni sem djúpt inni er örugglega ekkert grín, en ég mun aldrei ná það djúpt inn.

ég ætla að klára sudoku og fara svo að sofa. Vonandi verður morgundagurinn skárri en þessi.

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Dagurinn í dag í Bláfjöllum var betri og blautari/sveittari :D:D:D::D:DDDdd

April 20, 2006 12:12 PM  
Blogger elfa said...

jææja hvað er þetta smáatrið eiginlga? oh ég veit þú varðst að manni!!

Dagný er að spurja hvort hún megi vera númer þrjú....

Er þetta óþroskaði húmorinn sem þú ert að tala um? hahahahha

April 20, 2006 2:54 PM  
Blogger Helgibelgi said...

hehehe :)

Já, nei. Það er ekki það. Og já það er það, litlu vitleysingarnir mínir;)
Þetta smáatriði virðist mér nú alveg vera bara smáatriði, Þökk sé Stebba.
Ótrúlegt hvernig hann bætti skap mitt.

góða nótt

April 20, 2006 5:20 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég elska þig helgi minn :*

Ég er samt svoooo forvitin hvað er í gangi.. :P Förum bráðum í trúnó boy!!

April 21, 2006 2:03 PM  
Anonymous Anonymous said...

One tries.. ;)

April 22, 2006 10:27 AM  

Post a Comment

<< Home