Saturday, August 20, 2005

Heimur án tíma

Jámm

"Skilningur er ekki forsenda samvinnu," var sagt í Matrix tvö. Ef ég hugsa út í þetta fæ ég út að ef farið væri eftir þessu hugsuðum við ekki heldur aðeins gerðum. Það er þetta sem þeir sem vilja stjórna segja. Þeir vilja að við hugsum ekki út í það sem við gerum heldur gerum það án löngun til að vita ástæðu þess. En það er einmitt það sem maðurinn verður að fá að vita. Við getum samt sem áður ákveðið hvort við hugsum út í það eða ekki, en oft verðum við hreinlega að hugsa út í það.

En ef ég fer aftur í upprunalegu setninguna þá fæ ég aðra pælingu. Við skiljum ekki alltaf hvað við erum að gera. Við hugsum ekki út í það og þess vegna oft skiljum við það ekki. Oft trúum við þó að við vitum og skiljum af hverju. Ég ætla að leyfa lesanda að melta þetta og vonandi fær hann að bæta við þetta og/eða búa til aðra pælingu.

Það er óþægilegt að hugsa til þess að bara með því að lifa eins og við lifum, þá erum við að hindra það að ég komist á snjóbretti. Bráðum verður bara alls ekki hægt að stunda bretti á Íslandi vegna gróðurhúsaáhrifa eða einhverra annarra áhrifa. Þótt mig langi alltaf til þess að fara á bretti þá er skrítið að hugsa til þess að ég get ekkert af því gert að í framtíðinni geti ég það ekki og ég er meðsekur í því máli.

Thursday, August 11, 2005

Man ekki alveg

Jámm

Ég man ekki alveg hvað þessi færsla átti að fjalla um en vonandi man ég það áður en þessari færslu er lokið. Þangað til skulum við fjalla um mig og mitt samband við minnið mitt. Hmmm...hvar byrjar maður...já ég man ekki neitt!!! ég veit ekki hvernig það gerðist við mig að ég man aldrei neitt, en ég var ekki alltaf þannig. Endur fyrir löngu í sólkerfi langt, langt í burtu man ég hluti. Nú í þessum nútíma man ég varla neitt.

Nú nenni ég ekkert að halda áfram þessari bulltilraun minni til að muna hvað ég ætlaði að tala um og tala um eitthvað annað á meðan sem fyllingu!! urrr

Ég hitti eiginkonu mína í dag...hún vakti mig með skemmtilegri hringingu...reyndar eftir að Birkir nokkur hafði vakið mig með 15mínútna löngu samtali aðeins fyrr um morguninn. OG JÁ...11-14 er morgun í mínum heimi! hádegi er ekki til í mínum heimi...nema um veturinn þegar skólinn vekur mann eldsnemma um nótt.

ussss...ekki segja...en ég man soldið sem ég ætlaði að segja í þessu bloggi...tíhíhí. Ég fékk inneignarnótu, inneign eða innistæðu (whatever) hjá Task eftir að hafa skilað aflgjafa sem mig hafði svo lengi dreymt um að fá. inneignin hljómar upp á 17.981,00 íslenskar krónur og mig langar helst að losna við þessa inneign sem fyrst, en annars gildir hún alveg í heilt ár þannig að ég er ekkert í neinu tíma-panikki. Ég vil selja þessa inneign hverjum þeim sem ætlar að kaupa eitthvað í Task (tölvuverslun).

Vona að þið hundskist til að kaupa inneignina af mér þið þarna!

Mig langar á bretti...SNJÓ-bretti!! mig langar að það snjói og snjói og snjói þangað til allt er á kafi í snjó. En samt kemst maður í bláfjöll! haha!
ER einhver að selja snjóbretti??? ég ætla nefnilega að kaupa mér nýtt fyrir þennan vetur:D:D:D:D:D:D:::::::::::DDDDDDDDD
híhí

Ég vil ekki hafa þessa færslu of langa og gleyma mér, þannig ég hætti bara núna!

Monday, August 01, 2005

Vá! eh?

Jámm

Ég ætla ekki að segja frá af hverju þetta "Vá!" er þarna, ekki beint allavana.
Ég fór í bíó áðan á The Island, sem mér fannst vera mjög góð mynd! Fékk mig til að hugsa út í hvort lífið mitt væri eins og það ætti að vera.
Það er allavana alveg ágætt eins og er. Það var samt gaman í bíó. Útsýnið var ótrúlegt, þökk sé bekkjarsystur minni, sem ég ætla ekki að nefna á nafn:P
Vá!

umm...já, langt síðan ég bloggaði síðast, minnir mig. Minnið mitt er álíka gott og í hinum venjulega borðlampa. Er mikið um lampa á borðum? hmm...
Alltaf þegar ég hringi í Valborgu núna undaðfarið hefur hún ekki svarað, hef þó ekki þorað að hringja heim til hennar.
Afhverju er það þannig að þegar ég leita af einhverju þá finn ég það ekki?
Úff það er allt morandi í kvenfólki!!

Talandi um kvenfólk. Hvað mynduð þið gera ef þið væruð uppi á jökli á bíl, svona risa geðveikt flottum jeppagaur, og bensínið yrði búið? Ég myndi vilja búa til svona geðveikt kúl snjóhús og gista í því með eld eða prímus eða eitthvað álíka þannig. Og það yrði geðveikt kalt, en ekki inni í snjóhúsinu! þar yrði geðveikt hlýtt og gott. Og úti fyrir væri útsýnið fallegra en allt í heiminum! eða að minnsta kosti jafnfallegt! Og með mér í þessari ævintýradraumaferð væru bestu vinir mínir og eiginkona. Við hefðum nóg af mat og öllu! Og Þórir væri með Gítar og þarna þetta Ukulele eða hvernig sem maður skrifar það. Og hann væri ekki nískur á lögin! Allan tímann auðvitað yrði mér ekki kalt og fengi EKKI hroll! þetta yrði alveg hrolllaus ferð! og já! auðvitað væru allir með bretti og það yrði brettað í svona fullkomnari brekku þarna með fullt af stökkpöllum og læti!

jámm....þetta er svona draumur sem mig dreymir stundum! verður öruggglega alltaf draumur. (núna er örugglega einhver að hneykslast á af hverju ég ætti að klára bensínið uppi á jökli, eins og það væri bara alls ekki hægt. "hahaha"...svona geðveikt snobblegur og hæðnislegur hlátur! "bensín...jökull...ha ha...ha ha...")
...hmmm? (jámm)
Ég hef aldrei farið upp á jökul, veit ekkert hvernig það er. Vonandi er það eins og draumnum mínum!


Nú verð ég að enda þetta hugsanaflipp mitt áður en lesandi DEYR! úr óskilningi eða misskilningi.