Tuesday, September 26, 2006

Óréttlátt

Jámm

Ég er ekkert í sérstaklega góðu skapi núna. Einhver ill manneskja keyrði yfir Kisa og drap hann. Kisi var besti kisi í heiminum og sætastur og mjúkastur og bestur og fallegastur og skemmtilegastur.
Elskaði að leika við hann og klappa honum. Hann kom alltaf og kúraði ofan á mér.
Ég mun ávallt sakna hans óendanlega...

nokkur róleg lög:

Sakna þín Kisi...!

Friday, September 15, 2006

Jeij

Jámm

Það var geggjað í paintball, nema við unnum ekki. Samt gaman. Rústuðum þessu :D
Jess, þórir var að hringja í mig og kenna mér á radioblog draslið, er búnað vera að baslast með þetta í allan morgun.

lag dagsins er:


Jeij þetta virkar. Í framtíðinni ætla ég að spamma lögum hingað:D
btw, þá getið þið alltaf fengið þessi lög hjá mér ef ykkur langar.
Ég ætla að leggja af stað í skólann. Snúsaði sko yfir mig í morgun og sá svo að ég hafði dönskuhlé eða íþróttahlé og ákvað að blogga. Eitt lag í viðbót samt: