Tuesday, January 24, 2006

Gult

Jámm

Hvað er þetta stóra, gula drasl sem svífur yfir manni allan liðlangan daginn?, alla daga vikunnar, allar vikur nema á sumrin. Ég er ekki viss hvað það er, en ég veit að það stjórnar manni algjörlega. Hvort það sé gult? já, það held ég! Mér sýnist það allavega. Alltaf þegar einhver opnar munninn þá er það gult sem kemur út um munninn, en ekki alvöru tilfinningar. Þeir sem verða varir við þetta gula reyna hvað sem er til að koma í veg fyrir að það nái að sjúga niður í lungun þeirra. Sumir virðast þó alveg hafa sigrast á þessu, en ekki virðist það alltaf hafa farið vel með þá því þeir skera sig þá svo algjörlega úr hópnum að það gula snýst á móti þeim. Sumir virðast þó lifa ágætu gulu lífi, en þegar á botninn er hvolft virðist raunin önnur. Kannski þurfum við þetta gula eða kannski þarf þetta gula okkur. Hver veit?

Kannski þarf ég að vera vondi kallinn?

Skjaldbakan segir "hættu þessu þrasi"

Já ég fékk nefnilega skjaldböku í jólagjöf. Hún er græn og glerjótt. Kannski gler, kannski einhver steinn. Er gler steinn? eða kannski skyldur þeim?

Hugsið um þetta gula. Hvað getur þetta verið? (svör eru viðeigandi)

Sunday, January 15, 2006

Bráðum

Jámm

Bráðum verð ég lögráða. Mig minnir það allavana. Kannski fullráða? Hver veit? Ekki ég!
Það styttist í afmælið mitt. Ég fékk köku frá ömmu í dag sem ég vona að muni gleðja vini mína á morgun.

hmmmm....fullt af hárum í kringum geirvörturnar....fyndið.

Listi yfir það sem mig langar í afmælisgjöf:
1. Fíll, nei hvalur! Hvalur sem getur synt með mig í skólann (að minnsta kosti á föstudögum!).
2. Hvalur, nei! Traktor, hentar vel! (er það ekki næg ástæða?)
3. Svona spotti sem liggur milli grindverks og kassa og kassinn er tengdur í gaddavír sem tengist maurabúi.
4. Fínt að fá bíl.
5. Nýja hanska, sem eru flottir og duga á bretti kannski!
6. !!!!!!!!!!1111111ONEONELEVENFIFTYTWOÁTTATÍUOGNÍU
7. Vinna Gunna í sjómann!
8. Eitthvað fallegt
9. Snjó í margar vikur í viðbót!!
10. Margt fleira!

Vonandi var ekki verið að rugla í mér áðan. Nenni ekki.
Samt gaman. Hvað sem þetta var. Þið vitið hvað ég er að tala um, þið sem kannski lesið þetta.

Nenni ekki að skrifa meira, er farinn að sofa.

Tuesday, January 10, 2006

Gebloggenheim

Jámm

Ég hef ekki nennt að blogga fyrr en núna. Ég hef verið í óbloggi síðan jólaprófin byrjuðu en komst sem betur fer aftur í gírinn núna. Fyrsti gír til að byrja með, sjáum til eftir hann.
Mig langar að koma með svona "7 hlutir sem ég blablabla..." svo fólk kynnist mér aðeins betur, annars finnst mér það ógeðslega gelgjulegt að gera það.

Ég festist í gildru sem bekkjarfélagar lögðu. Ég hef fengið áhuga á póker og fékk mér eitthvað póker-forrit á netinu og spila póker stundum. Ég sökka í póker.
Þetta er orðið aðalsportið í bekknum ásamt málaralist, sem blómstraði fyrir jól.

Já, Gunni!

Ég þoli ekki ofmetin lög eftir frægar hljómsveitir. Ég er bara að segja þetta því það var að spilast eitt þannig lag í iTunes núna. Ég nefni ekki lagið á nafn, því þá myndi ég lenda í skítkasti.

Já já, blogspot með eitthvað kjaftæði núna, vona að ég nái að birta þessa færslu.

Skelli mér bara í þessa 7 heilögu hluti sem leyfir ykkur að kynnast mér betur:

7 hlutir sem ég vil gera áður en ég dey:
1. Eiga of mikinn pening.
2. Fallhlífarstökk og teyjustökk og allt það.
3. Snjóbretti í Ölpunum.
4. Gifta mig. Eignast börn.
5. Uppgötva eitthvað stórt.
6. Skemmta mér
7. Verða frjáls

Og margt fleira!