Saturday, April 22, 2006

Því meira sem ég hugsa

Jámm

Því meira sem ég hugsa því flóknari verður allt. Eins flókið og allt er þá geri ég allt flóknara fyrir sjálfum mér með öfgakenndum hugsunum um hluti sem kannski skipta engu máli.

Það er samt aðeins eitt sem ég hugsa um allan daginn alla daga, síðan fyrir nokkru. Fólk segir mér að hætta að hugsa um það. Það er fínt að fólk segi eitthvað:)
úff

jámm...ég ætlaði að skrifa um eitthvað í þessari færslu annað en það sem þegar stendur hér. Kannski eru það vorprófin sem nálgast hratt. Ég skal nú fara ég gegnum þau. Hvaða próf verða erfið? Hvaða próf verða létt? Fyrir hvað þarf ég að læra meira fyrir? Fyrir hvað þarf ég lítið að læra? Ég held að það muni líta nokkurn meginn svona út:

Íslensk ritgerð-létt, þarf lítið sem ekkert að læra fyrir.
Íslensk fræði-frekar létt, þarf að rifja upp smá.
Saga-létt, þarf að lesa sögubókina og rifja smá upp.
Enska-létt, gæti komist upp með að læra ekkert, en ætla að rifja upp:)
Tölvufræði-erfitt, kann ekkert, man ekkert, vona að ég fái að rifja upp einhvernmeginn.
Stærðfræði-mjöög erfitt, lesni hlutinn verður alveg fínn, en ólesni verður erfiður, en ég veit að ég get þett ef ég læri fyrir það:D
Spænska-létt, þarf að rifja upp, kannski opna bækurnar Í FYRSTA SKIPTI.
Líffræði-meðal erfitt, þarf að lesa og virkilega muna hluti, hef samt alltaf náð öllum líffræðiprófum minnir mig:)

hmmm....er ég að gleyma einhverju fagi?

Það væri soldið fyndið ef ég mundi gleyma algjörlega að læra fyrir heilt fagpróf. Falla á heilu ári útaf sljóleika heilans míns:) hann hefur ekkert sérstaklega gott minni þessi þarna bakvið augun;) Hann vonar alltaf að það komi bara til sín þegar hann á að muna eitthvað, þá endar það þannig að ég segi allt í einu eitthvað sem tengist ekki neinu á neinn hátt:)
Í líffræðitíma: kennarinn:"Helgi, Hvar myndast prótín?" Ég:"Gulur hnífur með strikamerki yfir andlitinu með krosslagðar hendur???" svo fæ ég meðalsterkt rafstuð og prik í hausinn.

Ég náði að slasa mig smá á fæti á bretti um daginn, Hraðann eða lífið?

Hvort er betra að lifa öruggt og leiðinlega eða óöruggt og skemmtilega?

Eftir tíu klukkutíma er klukkan 1337

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

gleði?

April 23, 2006 6:59 AM  
Anonymous Anonymous said...

hahaha "snargeðviltar stelpur", helgii minn :O
hvað er að vera snaðgeðviltur haha? ;)

April 24, 2006 6:55 AM  
Blogger Gibba Gibb said...

Hallóóóó!

April 24, 2006 1:21 PM  

Post a Comment

<< Home