Monday, July 31, 2006

Blank Blank

Jámm

Ég þoli ekki þegar fólk segir að vísindin sé til en ekki guð, eða að vísindin sé betri en guð, eða öfugt. Þúst eins og eitthvað efnahvarf afsanni að guð sé til. Það er alveg ótrúlega vitlaust að segja það, því hvernig vitum við að guð lét ekki efnahvarfið gerast. Var sko að horfa á einn scrubs þátt þar sem einn læknirinn var á móti systur sinni sem trúði á guð, þeas hann hélt að lyfin hefðu læknað sjúklinginn en ekki guð. Mér finnst það bara vitleysa :)
Ég trúi því að guð stjórni öllu, að það sé ekki eitthvað rugl eins og stærðfræði eða vísindi eða þannig sem "ögrar" honum, það sé einmitt bara okkar túlkun á hans verkum.

Red Hot Chili Peppers - Californication
kemur manni í ágætt stuð:)

Það er fyndið stundum þegar fólk reynir að segja eitthvað sniðugt en það er hægt að misskilja það og taka því illa. Eins og "varstu að raka þig?". Ef gaurinn var ekki að raka sig gæti hann tekið því þannig að hinn væri að gera grín að skeggvexti sínum, og ef hann var í raun að raka sig þá veit hann ekkert hvað hann á að segja "..já..nú?" þúst skiptir varla. Vinnufélagi minn, sem er 65 ára gömul ótrúlega lítil kona, sagði mér beint út í gær án ástæðu að ég væri horrengla. Hvað í andskotanum gæti hún meint vel með þessu?!? Ef hún var að reyna að segja eitthvað sniðugt þá tókst henni það ekki. Ég náttla verð alltaf móðgaður þegar fólk segir að ég sé lítill eða mjór því það er svo ótrúlega satt. Ef það væri ekki satt myndi ég hlægja. Mér finnst nú að ef maður hefur lifað í svo langan tíma sem 65 ár, þá ætti maður að hafa vit á því sem maður segir :) Þannig ætla ég að vera, svona gáfaði gamli gaurinn með lexíurnar, alltaf að kenna ungu fólki og vera gáfaður. En ekki svona gargandi vitlaus gamall maður sem stundar það að æpa á fólk sem vinnur í afgreiðslu hjá ógeðslega stóru fyrirtæki og fer svo og tek strætó.
Æjj vá ég er farinn að bulla um gamalt fólk núna. Old people are crazy...

Núna er allt að gerast í munninum mínum. Er með þrjú sár á neðri vörinni einni og þykist vera að fá endajaxl og fæ sársauka þegar ég kyngi. Það er sem sagt algjör sæla að nota munninn núna. Að bursta tennurnar er eins og helvíti:)

Á morgun fer ég í einhverja ferð með Írisi, kærustunni. Hún er búnað plana eitthvað en fyrir mér er þetta óvissuferð, heyrði bara orðin: tveir dagar og mosfellsbær. En mér finnst það fínt, kem bara með þessa kassa bjóra sem ég á ennþá:D og allt verður ljómandi.
Ég er farinn að sofa, vonandi að vakna ekki í kvöl og ógeði, líkamlega séð auðvitað :)

Monday, July 24, 2006

All Is A Game

Jámm

Vá, ég hef ekki hitt hana Helen í geðveikt langan tíma eða síðan skólinn hætti. Ég ætla að reyna að bæta úr því og hitta hana sem snöggvast. Hringi í hana núna. Haha :D ég hringdi í vitlaust númer! einhver Jóna Stína...rugluð. Ef þú lest þetta Helen þá máttu hringja eða eitthvað.

Ég hitti hins vegar aðra stelpu um daginn. Breiðhyltingur...pff ;)

Úff, ég held að Indí tónlist sé að verða virkilega vinsæl. Er alltaf að heyra eitthvað meira og meira þannig tónlist í kringum mig. Kannski því ég byrjaði nýlega að hlusta á hana, þeas uppgötva hana. Í vetur samt. Virkar samt sem hálfgerð vinsæl tónlist þegar maður spáir í því en samt góð tónlist. Byrjaði fyrst að hlusta á Band of Horses, sem ég féll algjörlega fyrir. Get ennþá hlustað endalaust á þá. Var að lesa eitthvað á huga um tónlist og datt inn á grein þar sem gaur hafði búið til disk með svona lögum eins og The Funeral með Band of Horses, þar hlustaði ég á þá fyrst. Svo sagði Héðinn mér frá Nada Surf og einhverju, en Nada Surf er einmitt geðveikt skemmtileg hljómsveit, í topplistanum mínum amk.
Svo fann ég líka The Decemberists, sem er aðeins steiktari en fyrrnefndar hljómsveitir.
Var að uppgötva Death Cab for Cutie í dag. Eitt lagið þeirra var mjög vinsælt og ég meira að segja kannaðist við það.

Ég var ógeðslega hissa þegar ég heyrði Band of Horses í skjá einum auglýsingu. Bara vá, einhver sem fílar sömu tónlist og ég. Hef líka heyrt Amon Tobin á skjá einum.

Ég eyðilagði fótinn minn í gær þegar ég teygði hann. Fékk einhvern mjög slæman krampa í hann og gat ekki gengið eftir á, skreið bara. Svo er hann ennþá ónýtur í dag, var haltrandi í vinnunni og það ýkt vandræðanlegt að fara heim, þurfti að labba út í sjoppu að fá klink í strætó og svo í strætó horfði einhver stelpa á mig haltra fram hjá >:O Svo þurfti ég að labba heim frá Hlemmi tók svona fimmfalt lengri tíma en venjulega og nokkur stör.

Kannast einhver við Inside of Love með Nada Surf? það var eitthvað vinsælt held ég.

Friday, July 07, 2006

Bah

Jámm

Nú er ógeðslega mikið liðið af sumrinu og ég hef enn ekki gert neinn einasta hlut sem mig langaði að gera í sumar. Ég hef ekki farið úr bænum. Ég hef varla farið í partý. Ekki alveg byrjaður í ræktinni. Taikwondo æfingar byrja ekki fyrr en í september. Enginn nennir að gera neitt.

Þegar ég fer í partý þá að minnsta kosti reyni ég að fá einhverja vini mína með, mig langar ekki að lenda í því að verða eitthvað einn í partýinu skiluru, og það er alltaf gaman að fara í partý með vinum sínum...finnst mér :)
Það er samt ekki búið að bjóða mér eitt eða neitt í sumar, og því er ég náttla frekar leiður, búnað missa að mörgu og er að fara að missa að enn einu partý um helgina og útilegu.
Þið lesið þetta væl hvort sem er ekki þannig ekkert vera að væla!

Vá hvað ég nenni ekki að spila wow lengur, þetta er tímafrekt og orðið hálfleiðinlegt nema þegar maður spilar með vinum, sem er orðið mjög sjaldan núna, þannig ég ætla bara að hætta þessu. Hef annað að gera heldur en að hanga í þessu.

Var að uppgötva nýja hljómsveit, eða byrjaði allavega að hlusta að viti á hana núna. Soilwork. iTunes segir að þetta sé Metal. Ekki veit ég hvað þetta kallast, kannski þungarokk eða heavy-metal eða bara metal, dunno.

Ég er frekar hissa á því að vinahópurinn ætlar virkilega að gera eitthvað saman. Við ætlum að kaupa tjald saman, svona stórt með þremur tveggjamanna herbergjum og "gangi" þar sem við birkir höfðum planað að sitja í tjaldstólunum okkar og drekka, og Þórir má alveg spila á gítar þar ef hann nennir yfir höfuð að koma með. Ef það er eitthvað skipulags vandamál sem fólk heldur að svona útilegur skorti þá er það bara þvæla. Hvað er eiginlega flókið við að keyra frá punkti A til punkts B og tjalda? sounds pretty simple to me.

Soilwork getur samt verið soldið þunglynd ef þú ert ekki í góðu skapi. Mæli með að þú hlustir á þetta í góðu skapi, helst í svona frekar þungu/miklu stuði. Annars er The White Stripes fínir fyrir eiginlega öll sköp (hvernig sem það kom út)

Pabbi var að segja að The White Stripes væri ný hljómsveit, ég alveg "...neeeineinei"
ég hélt að þetta væri alveg frekar gamalt en þeir eru ekki nema frá 1997 sem já er alveg 9 ár en samt frekar ungt.
Soilwork er líka frá 1997 og er frá Sverige. Grunaði það.

Ég var með einhverja pælingu en ég nenni ekki að rifja hana upp.
bæbæ...