Tuesday, June 14, 2005

Um veðrið eða eitthvað...

Jámm

Verið þið sæl loksins aftur eftir langa bloggstíflu, hérna megin við skjáinn. Ég lagði þessa stíflu eiginlega alveg sjálfur. Var búnað ákveða að skrifa ekkert þangað til ég fengi úr endurtektarprófunum. Nú loksins rann í mig kjarkur til að hringja og spyrja um þetta mál í MR. Frá einhverjum starfsmanni skólans fékk ég þær upplýsingar að ég hefði náð helvítis prófunum! :D Ég vil helst ekki fara að auglýsa hvað ég fékk, en ég get sagt ykkur að ég er ánægður með einkunnirnar!

Ég er búinn að vera óvenju þreyttur undanfarið og farinn missa alla tilfinningu á raunveruleikanum eins og ég hef oftast upplifað hann. Mér finnst eins og allt sé til og allt sé ekki til. Allt er hægt en er ekki ekta. Sumir draumar mínir rætast! (þá er ég ekki að meina svona "framtíðardrauma" um fallega konu og heilbrigt barn og BMW, heldur svona ósköp venjulega snarskrítna drauma sem maður veit ekki hvort sé bull eða ekki) ég ætla ekki að fara nánar út í þessa drauma, en ég get sagt að mér finnst eins og ég sé nokkurs konar skyggn á einhvern hátt, hugsanlega bara í mínum eigin hugarheimi!

ég farinn að gera eitthvað annað.

Verið Þið Sæl :)