Sunday, May 15, 2005

Eðlis- og efnafræðipróf framundan

Jámm

ojjj eðlisfræðipróf! Ég kann ekkert í eðlisfræði. Ég er að rembast við einhver heimskuleg verkefni, (nú gætu eðlisnördar eins og Birkir eða Þórir byrjað að æpa og öskra: "eðlisfræði er ekki heimskuleg, mímímí") Mér finnst þessi verkefni frekar heimskuleg, ég er búinn að lesa 5. kafla bara ýkt vel (að einhverri bls) og næ samt ekki að gera nema eitt dæmi í fyrsta verkefninu. Það finnst mér heimskulegt. Annað hvort er ég heimskur eða gaurinn sem var svo skemmtilegur að skrifa þessa bók á svona skemmtilegan og skýrilegan hátt:)

En það er samt gott að Birkir og Þórir séu snarklikkaðir eðlisnördar, án þeirra skildi ég kannski ekki neitt, en með þeirra hjálp hef ég öðlast skilning á að minnsta kosta einhverju:D

Úff núna er ég bara búnað tala um eðluna, og það vil ég ekki.
Nú er góðvinur minn, hann Stefán Ben, búinn í prófum og þar með búinn í skólanum. Ég veit ekkert hvort það sé eitthvað svona eins og hjá okkur, svona einkunnaafhending. Maður veit ekkert hvað er að gerast í þessum hinum skólum :)
Auðvitað náði hann að verða ACTIVE á DC, en ekki minns, Valborg er það líka, segist hafa tölvunördast/fiktast, úff, úff, púnktur

Í dag keyrði ég Reykjanesbrautina.
Ég er með eitthvað ógeð á puttunum.
Systir mín hefur verið að borða appelsínu með gaffli inni hjá mér og verið svo góð að skilja það eftir handa mér til að ganga frá:)
Hún skildi líka eftir DIE-t kók! jámm og einhvern skuggalegan plastpoka o_0

B-irkir
L-ikes
E-ðlisfræði,
S-narklikkaða
S-nareðlan!

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

HEY! Mér tókst bara mjög vel að nördast hérna alveg sjálf upp á eigin spítur án hjálpar!

Og hérna ég er að koma til þín á eftir til að skila leyndarmála bókinni og lesblaðinu þínu og til að segja þér að ég gerði vitleysu í gær. Sjitt ég man ekki núna hvað það var. En ég sagði þér eitthvað vitlaust! JÁ! Hverfandi loftmótstaða þýðir ekki að að sé þyngdarleysi það þýðir bara að það er ekkert sem vinnur gegn þyngdarhröðuninni. Fjúff ég mundi, en ég er allavega á leiðinni með þessa visku í fórunum.

May 16, 2005 3:58 AM  

Post a Comment

<< Home