Wednesday, May 11, 2005

Dancing In The Moonlight!!!

Jámm

verið þið blessuð og sæl, þið þarna!...já! og þú líka!!! ég sé þig alveg sko!! FEIS!
já eins og sumir vita þá er einhver dagur í dag og í dag þá minnir mig að ég hafi farið í íslenskupróf, það gekk svo sem og svo sem ekki svo sem...
Í dag fór ég einnig í verklegt ökupróf. Það gekk náttúrlega alveg hræðilega og ég var hýddur eftir á. Prófdómarinn talaði um hve illa ég fór fyrir bílinn, 3 svipuhögg fyrir það. Ég tók líka asnalega beygju, eitt svipuhögg fyrir það, og svo voru einhver 4 svipuhögg í viðbót. Þetta var sársaukafullt, en þrátt fyrir þetta stóðst ég prófið :D
Nú er ég orðinn ökumaður eða bílstjóri eða eitthvað svoleiðis, eða eins og systir mín segir: "Einkabílstjóri hennar"...tja mér lýst nú ekkert á það.
Nú jæja, ég fæ ökuskírteini á morgun..:D

en já, ég var búnað vera að pæla í smá pælingu sem ég pælaði til að pælast upp í hausnum á mér.
Ég var að pæla í hvað framtíðin væri eiginlega. Hvað er framtíðin? Hvað er fortíðin og hvað er nútíðin?
Fortíðin gæti verið það sem gerst hefur í nútíðinni, en þar sem nútíðin heldur áfram, verður þetta bara að einhverjum minningum fólks um hvað gerðist í nútíðinni, og þá segjum við að það hafi gerst í fortíðinni. Ef eitthvað gerist núna, til dæmis að ég er að skrifa þetta núna. Þá mun þetta á morgun hafa gerst í fortíðinni, eða gerðist þetta kannski í nútíðinni?? Hvað er þá fortíðin? er það nútíðin sem er einfaldlega búin að gerast, og er þá framtíðin nútíð sem á eftir að gerast? Ef það á eftir að gerast, er þá vitað eða fyrirfram ákveðið hvað eigi að gerast? Eða er bara vitað að eitthvað gerist, alveg sama þótt það sé fyrirfram ákveðið eða ekki?

Þetta mun vera, hafa verið og einu sinni var hún ekki orðin, pæling dagsins.
Ég mun alls ekki koma með pælingu á hverjum degi, en svona öðru hverju :)

góða nótt

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Veistu það er liðið ár síðan við giftum okkur og þú komst ekki til að spila við mig.

Ég er að hugsa um að fara í fýlu en ég er ekki nógu mikil kelling.

May 11, 2005 3:13 PM  

Post a Comment

<< Home