Saturday, August 20, 2005

Heimur án tíma

Jámm

"Skilningur er ekki forsenda samvinnu," var sagt í Matrix tvö. Ef ég hugsa út í þetta fæ ég út að ef farið væri eftir þessu hugsuðum við ekki heldur aðeins gerðum. Það er þetta sem þeir sem vilja stjórna segja. Þeir vilja að við hugsum ekki út í það sem við gerum heldur gerum það án löngun til að vita ástæðu þess. En það er einmitt það sem maðurinn verður að fá að vita. Við getum samt sem áður ákveðið hvort við hugsum út í það eða ekki, en oft verðum við hreinlega að hugsa út í það.

En ef ég fer aftur í upprunalegu setninguna þá fæ ég aðra pælingu. Við skiljum ekki alltaf hvað við erum að gera. Við hugsum ekki út í það og þess vegna oft skiljum við það ekki. Oft trúum við þó að við vitum og skiljum af hverju. Ég ætla að leyfa lesanda að melta þetta og vonandi fær hann að bæta við þetta og/eða búa til aðra pælingu.

Það er óþægilegt að hugsa til þess að bara með því að lifa eins og við lifum, þá erum við að hindra það að ég komist á snjóbretti. Bráðum verður bara alls ekki hægt að stunda bretti á Íslandi vegna gróðurhúsaáhrifa eða einhverra annarra áhrifa. Þótt mig langi alltaf til þess að fara á bretti þá er skrítið að hugsa til þess að ég get ekkert af því gert að í framtíðinni geti ég það ekki og ég er meðsekur í því máli.

12 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Svoldið fyndið að pæla í þessu, allir menn í mannkynssögunni hafa vonað að fólk sjái hluti frá þeirra sjónarhorni. Aldrei gerst, Hitler náði með gríðarlegu náðarvaldi að fá til sín fólkið til að vinna með sér að gyðingalausum heimi. Ekki voru allir sammála honum, en voru drifnir áfram af hræðslu. Tæknilega séð getur sjaldan verið fullkomin samvinna milli einstaklina þar sem þeir skilja hvorn annan fullkomlega. Allir hafa sínar sér hugmyndir, og þegar þeir vinna saman vilja þeir koma sínum hugmyndum í verk, og reyna ekki, vilja ekki skilja hina og þeirra skoðanir. Ég og Helgi í Age of Empires sem dæmi, ég chilla, hef engan asa, Helgi berst fyrir vörnum okkar og er með asa, við skiljum ekki hvorn annan, á milli er stebbi sem berst fyrir vörnunum en er ekkert að æsa sig.

Snjóbrettanotkun þarf ekki endilega að minnka vegna "gróðurhúsa" áhrifa. Tæknilega séð mun golfstraumurinn fara í aðra átt og Ísland mun verða frosið helvíti.

August 20, 2005 11:21 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ef sumir tækju þátt í vörnunum þá þyrfti ég ekki að berjast eins og mófó

August 21, 2005 9:22 AM  
Anonymous Anonymous said...

Earth to Helgi I think you left your socks at my place, earth out.

August 21, 2005 4:06 PM  
Anonymous Anonymous said...

jupiter to Mars. Well... hæ... Já... þetta er svoldið töff... en pældu í þessu helgi:

Modesty is not sacrilige of understatement, nor is it the worship of silence. It is simply the hope that one will be understood.

August 21, 2005 5:44 PM  
Blogger Helgibelgi said...

amm...
ég skil

August 22, 2005 11:50 AM  
Anonymous Anonymous said...

WHAAAAAAAAAAAAT ???
Stupid pæling.. pfff.
Matrix SUCKS

August 23, 2005 10:04 AM  
Blogger Helgibelgi said...

skemmtilegt þegar fólk segir ekki hver það er

August 23, 2005 11:08 AM  
Anonymous Anonymous said...

halló. ég sá þessa síðu á síðunni hennar Elínar. heh.. ég er sko Eva. var bekkjarsystir þín og að vinna með þér og Sölva gyðing... bæbæ

August 23, 2005 11:14 AM  
Anonymous Anonymous said...

Mér finnst þetta sniðugt pæling, samt ekki Matrix, ég hef aldrei meikað svo mikið sem eina mynd(hef þó bara reynt við nr.1)

August 23, 2005 12:22 PM  
Anonymous Anonymous said...

I REPEAD
MATRX SUCKS---BIG TIME !!!!
LOOOOOSERS....!!

August 26, 2005 9:21 AM  
Anonymous Anonymous said...

HELGI !!!!
Þú bullar svo mikið, þetta er allt svo tilganslaust hjá þér, hættu þessu bulli, rugludallur.
BTW: Matris sökka ekki. geeeeðveikt góðar marr...

September 01, 2005 2:50 PM  
Anonymous Anonymous said...

Vá, hérna er alveg fullt af fólki að tala um mjög mikilvæga hluti á mjög þroskaðan máta („MATRIX SUCKS, BIG TIME“).

Jamm, ég fíla þessar myndir...aðrir mega náttúrulega ekki fýla þær ef þeir vilja, þeirra er valið. Eins og þið segið þá skiljum við þá bara ekki.

September 16, 2005 2:10 PM  

Post a Comment

<< Home