Monday, August 01, 2005

Vá! eh?

Jámm

Ég ætla ekki að segja frá af hverju þetta "Vá!" er þarna, ekki beint allavana.
Ég fór í bíó áðan á The Island, sem mér fannst vera mjög góð mynd! Fékk mig til að hugsa út í hvort lífið mitt væri eins og það ætti að vera.
Það er allavana alveg ágætt eins og er. Það var samt gaman í bíó. Útsýnið var ótrúlegt, þökk sé bekkjarsystur minni, sem ég ætla ekki að nefna á nafn:P
Vá!

umm...já, langt síðan ég bloggaði síðast, minnir mig. Minnið mitt er álíka gott og í hinum venjulega borðlampa. Er mikið um lampa á borðum? hmm...
Alltaf þegar ég hringi í Valborgu núna undaðfarið hefur hún ekki svarað, hef þó ekki þorað að hringja heim til hennar.
Afhverju er það þannig að þegar ég leita af einhverju þá finn ég það ekki?
Úff það er allt morandi í kvenfólki!!

Talandi um kvenfólk. Hvað mynduð þið gera ef þið væruð uppi á jökli á bíl, svona risa geðveikt flottum jeppagaur, og bensínið yrði búið? Ég myndi vilja búa til svona geðveikt kúl snjóhús og gista í því með eld eða prímus eða eitthvað álíka þannig. Og það yrði geðveikt kalt, en ekki inni í snjóhúsinu! þar yrði geðveikt hlýtt og gott. Og úti fyrir væri útsýnið fallegra en allt í heiminum! eða að minnsta kosti jafnfallegt! Og með mér í þessari ævintýradraumaferð væru bestu vinir mínir og eiginkona. Við hefðum nóg af mat og öllu! Og Þórir væri með Gítar og þarna þetta Ukulele eða hvernig sem maður skrifar það. Og hann væri ekki nískur á lögin! Allan tímann auðvitað yrði mér ekki kalt og fengi EKKI hroll! þetta yrði alveg hrolllaus ferð! og já! auðvitað væru allir með bretti og það yrði brettað í svona fullkomnari brekku þarna með fullt af stökkpöllum og læti!

jámm....þetta er svona draumur sem mig dreymir stundum! verður öruggglega alltaf draumur. (núna er örugglega einhver að hneykslast á af hverju ég ætti að klára bensínið uppi á jökli, eins og það væri bara alls ekki hægt. "hahaha"...svona geðveikt snobblegur og hæðnislegur hlátur! "bensín...jökull...ha ha...ha ha...")
...hmmm? (jámm)
Ég hef aldrei farið upp á jökul, veit ekkert hvernig það er. Vonandi er það eins og draumnum mínum!


Nú verð ég að enda þetta hugsanaflipp mitt áður en lesandi DEYR! úr óskilningi eða misskilningi.

12 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Já, það yrði gaman að vera uppi á jökli í góðu veðri...með Ukuleleið náttla.

Ógó geggjó gammó.

July 31, 2005 7:22 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég er þegar dauður innan í mér, svo engar áhyggjur.

August 01, 2005 4:19 AM  
Anonymous Anonymous said...

sko, þegar maður fer uppá jökul fer maður ekki án talstöðvar, það bara er ekki gert, annars er maður eitthvað ekki í lagi í hausnum sko. og svo líka er mjög sjaldan að farið er bara einn bíll, það eru alltaf 2 eða fleiri bílar saman, þannig að hin bíllinn gæti bjargað þér.
Allavega, ekki fara upp á jökul nema þú kunnir og vitir allt sem þarf að gera, annars er bara ekki farið sko....annað væri bara dauðadómur... svo má ALLS EKKI gleyma GPS tækinu ;) Verður að muna þetta ef þú ert að hugsa að fara uppá jökul.

August 01, 2005 9:56 AM  
Blogger Helgibelgi said...

þú þarna hugshaus!
hvernig ætti ég að koma öllum vinum mínum fyrir í EINN bíl?
auðvitað eru fleiri en einn bíll og auðvitað verður bensínið búið í þeim öllum á sama tíma!!! hvernig annars ætti það að vera :D

August 01, 2005 10:38 AM  
Anonymous Anonymous said...

Auðvitað eru held ég bara nokkra stelpur sem nokkurtíman hafa farið uppá jökul. Einhver í USA held ég. Og kannski KLara? En ég hef nú engann á áhuga á að fara uppá Jökul! Eða jú... það fer nú bara eftir því hvernig á það er litið... GESPLUFFEN! bæbæ,
kv. Die Deutsch UBERJUDEN! or something?

August 01, 2005 4:29 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég fór einu sinni uppá Jökul, þegar það varð hálfnað varð ég alveg bensínlaus, drakk Gatorade og skvetti safanu.... get ekki meira, ef ég var dauður innan í mér áður, þá er ég steindauður núna!

En núna er 2. ágúst og það þýðir að hirðfíflið hann Stefán Árni Jónsson á afmæli. Til hamingju

August 02, 2005 6:44 AM  
Anonymous Anonymous said...

haha..þú þaddna...;)

August 03, 2005 12:18 PM  
Anonymous Anonymous said...

ha ha ha :)

August 03, 2005 1:31 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég hef oft farið á jökul.. :P :P :)

August 05, 2005 1:22 PM  
Anonymous Anonymous said...

Sko maður verður bara hálf súr á að lesa bloggin þín...

August 06, 2005 1:14 PM  
Blogger Gibba Gibb said...

Krullajökull. Fyndið. Hæ.

August 07, 2005 9:56 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ég svaraði aldrei ekki vísvitandi, ég bara hringdi aldrei tilbaka. En nú er allt í góðum gír.

August 10, 2005 10:31 AM  

Post a Comment

<< Home