Thursday, September 29, 2005

Frammælt

Jámm

Nú styttist í það. Það styttist í að GPPMO komist til Englands. Það hefur lengi verið langþráður draumur minn að komast til Englands. Já sko ég nefnilega, næstum alveg einn, vann litboltamót MR í gær. Ég er á leiðinni til Englands sko að keppa...OH YEAH. Ég nenni ekki að fólk fari að lolast yfir þessu og mun ekki svara heimskulegum spurningum varðandi þetta :)

Þegar ég kom heim í dag hafði þráðlausa músin mín skriðið úr hreiðrinu sínu. Ég kom að henni sofandi eftir, örugglega, vilt kynlíf með hinni músinni (sem er óþráðlaus, ahamm). Mér fannst að þetta ætti að koma fram hérna. Þar sem ég er talandi um kynlíf.

Enn meira um eitthvað annað: Útsýnið yfir Kóngsgili er svart :(

Mig langar á snjóbretti núna. Ég vil ekki bíða. Af hverju snjóar ekki núna?

Ég stakk mig með pílu í dag. Ég var að pæla hvort guð væri til. Af hverju trúir fólk á guð? Ef okkur hefði verið kennt að trúa á þrjá guði, myndum við trúa á þrjá guði? Ef okkur hefði verið kennt að trúa á okkur sjálf og engan guð, hvernig myndi heimurinn vera? Eflaust öðruvísi en hann er núna, myndi ég halda.
Væri betra ef sum okkar væru guðir? Mundir þú, sem guð, nenna að vera labbandi úti og svo byrjar einhver gaur að biðja þig úti á götu um kraftaverk? Væru kannski haldnar kostningar um besta guðinn, eða kannski um aðal-guðinn. Hvernig væri að vera dauðlegur maður í þeim heimi?
Bara pæla.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Það væri alveg fáránlega leiðinlegt því maður mundi öfunda guðina óendanlega. Að lokum mundi heimski almúginn snappa og drepa guðina og halda að þeir geti gert sig að einhverjum guðum. En svo þegar öll uppreisnin er búin eru guðirnir bara farnir og engir eftir aðrir en dauðlegir menn.
Þá yrði heimurinn eins og hann er í dag...kanski gerðist þetta...hver veit?

October 04, 2005 1:59 AM  
Anonymous Anonymous said...

Allir sem trúa á Guð rétta upp hönd.

+^^+
|~|

Hefur Palborgin eitthvað fleira að segja að sinni?

October 26, 2005 2:26 PM  

Post a Comment

<< Home