Tuesday, July 12, 2005

Þessi heimur

Jámm

Ég er að hlusta á Rammstein. Þeir eru skemmtilegir.

Það er strákur í vinnunni minni sem trúir ekki á neinn guð, segist "trúa á vísindin." Ég segi það vera fkn rugl, þessi vísindi það er að segja. Ég trúi og treysti alls ekki á vísindin. Ég læt ekki segja mér til dæmis hvort Guð sé til eða ekki. Eða hvort það finnist líf á öðrum plánetum en jörðinni. Eða bara alls konar hluti. Vísindamenn geta bara ekki vitað hvort Guð sé til eða hafi einhvern tímann verið til. Þessi gaur í vinnunni minni, sem trúir ekki á Guð/guði, segir að alheimurinn sé aðeins 6,eitthvað miljarða ára gamall. Ég vil fá að vita hvernig í andskotanum einhver getur fundið það út. Hvernig getur alheimurinn haft aldur? VARÐ hann bara allt í einu til? úr hverju? AF HVERJU? er þetta kannski einhver vídd sem varð til fyrir 6blabla miljörðum árum? þá er samt ekki alheimurinn jafn gamall og bara þessi eina litla vídd. Annars veit ég ekki hvað þessar víddir eiga að vera. Svona gaurum sem þykjast vita "allt" finnst alveg ógurlega gaman að útskýra allt á sem heimskulegasta hátt sem mögulegur er. ok...ég og MR.know-it-all vorum að tala um hvernig fólk mun koma til að ferðast ógurlegar fjarlægðir í geimnum, ef svo vildi til að við yrðum á lífi þegar það væri hægt, það er að segja ef við deyjum ekki út á einhvern skemmtilegan hátt. Hann var að tala um "að teygja geiminn sundur og saman til að ferðast" og ég alveg ákafur í þessu spurði "hvernig í andskotanum fer maður að því??" hann náði í blað og sagði "við erum hér á blaðinu og við viljum ferðast þangað" svo braut hann blaðið þannig að staðirnir mættust. Svo horfði hann á mig eins og ég væri lítill krakki með ís. Ég vildi ekki að hann brynni yfir svo ég sleppti því að slá hann og spurja aftur.
Nóg um það, þarna!!!

Íkorni...HAHAHAHAHAHAHA!

jæja ég nenni eiginlega ekki að skrifa meira því mig þyrstir í eitthvað annað.

12 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Mér heyrist þessi gaur í vinnunni þinni, a.k.a. Mr. Know It All vera ansi ignorant..! En ég meina, fólk má svo sem hafa sínar skoðanir ! Þær eru bara mismunandi gáfulegar.

July 12, 2005 5:08 PM  
Anonymous Anonymous said...

Sko, það sem hann er að meina með blaðinu er að geimurinn er aktúallí boginn. Hann er það því að ljósið ferðast um í boga. Þess vegna ætti að vera hægt að finna einhverja leið til þess að beygja hann meira eða búa til göng frá einum stað í honum til annars...frekar flókið samt, nenni ekki að útskýra þetta.

En já, þessi vísindi vs. Guð bardagi er endalaus en endar náttúrulega á því að fólk kemst að þeirri niðurstöðu að það er ekki hægt að sanna tilvist guðs því þá hættir hann að vera til. "Knowledge denies Faith." Ég er á báðum málum sko, ég trúi á vísindi og þannig en ég trúi því ekki að heimurinn hafi orðið til að sjálfum sér, það hlýtur að vera eitthvað æðra afl sem knúði allt af stað. Það afl þarf ekki að hafa skapað heiminn 100%, bara ýtt sköpuninni af stað með, til að mynda, Miklahvelli eða einhverju þannig.

Ef við förum út í hvort ég trúi á geimverur þá segi ég bara eitt feitt já, það getur ekki verið að við séum einstök í öllum þessum endalausa heimi. Við eigum hinsvegar örugglega ekki eftir að hitta neina aðra því þetta er svo rosalega stór heimur...jamm

July 13, 2005 2:01 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég vil benda á að þessi gaur horfði greinilega á Event Horizon en ekki ógu vel því hann tók ekki eftir því að skipið hvarf og svo allt fólkið nema tveir aukaleikarar dó þegar það var búið að finna skipið.
Ég trúi á mátt, í hvaða formi sem hann er. Þetta er góð trú. Prófaðu, hugsaðu.

July 16, 2005 12:22 PM  
Blogger Helgibelgi said...

Það er eiginlega það sem ég trúi á, máttinn

July 16, 2005 12:36 PM  
Anonymous Anonymous said...

Æ komon helgi þú veist að það er ekkert líf útí geimnum, staðfræðilega væri það ekki né heldur ef svo væri gæti það líf líklega ekki þróað siðmenningu upp á sama stig og okkar, komon notaðu heilan ;)

July 20, 2005 6:29 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ertu eitthvað SNARgeðbilaður?!
Hvað fær þig til að halda að ég viti að það sé ekkert líf úti í geimnum? "staðfræðilega" ??? Af hverju í andskotanum heldur þú að það sé ekkert líf út í geimnum? HUGSAÐU!!!! hvað veist þú um siðmenningsþróun alheims?!?!!?!!!! !
ÞAÐ ER TIL LÍF ANNARS STAÐAR EN HÉR!!!!!!

July 20, 2005 2:00 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég kom bara með þetta, svo skemmtilegt að rökræða þetta við þig, um þessi málefni þá erum við svart og hvítt, og ef einhver segjir: Hey já villi, enda ert þú svartur! þá verður sá maður tekinn í ósmurt rassgatið af gaur sem heitir Chao. Með allt í þessu þá las ég sérstakt tímarit gefið út með Lifandi Vísindum sem fjallaði um líf á öðrum hnöttum, þar var fjallað um mann sem trúði á líf á öðrum hnöttum en hélt því fram að siðmenning þeirra allra gæti ekki lifað endalaust(hann er sko háskólaprófessor). Mjög fá myndu lifa í meir en stuttan tíma. Líka ef maður pælir í því þá þarf þetta ekki að vera það óraunverulegt. Jörðin var eitt sinn fórnarlamb lofsteins, sem setti risaeðlurnar í útrýmingahættu, þær dóu síðan út. Margar reikistjörnur fá á sig loftsteina og því nær sólinni því líklegra. Þá myndi sú niðurstaða verða að á reikistjörnum þar sem hitastig væri rétt fyrir líf að lifa þá yrði svoldið um lofsteinahrap. Og ef svo væri ekki þá væri það líklegt að siðmenningin myndi útrýma sér sjálf. Talið er að Neantharsdalsmennirnir(hvernig sem það er skrifað) hafi verið útrýmt af "homo" gaurunum. Ég vil samt ekki neita því að útí heimnum séu kannski til geimverur, og þá sérstaklega geimverur sem taka þá gáfuðustu okkar og fara með þá burt til að skapa "útópíu" ;) og neyða okkur til að fjölga okkur endalaust.

July 26, 2005 7:42 AM  
Blogger Storeide said...

Hæ.

...Ég fann bíllyklana.

July 26, 2005 9:15 PM  
Blogger Gibba Gibb said...

HAHAHAHAHAHAHAHHAHAHAHHAHAHAHAHHAHAHAHAHHAHAHAHHAHAHAHHAHA!
Ég hef aldrei skemmt mér jafn mikið að lesa comment. Pykill, þú toppaðir þetta. OG:
Ég vona bara að það séu fleiri í alheiminum en við, því að það væri mjög sorglegt og einmanalegt að hugsa til þess að þegar jörðin eyðist að það sé bara endalausar stjörnur með engu lífi á eftir.
Svo er náttúrulega hægt að kafa lengra í þetta; að mátturinn, Guð, eða það sem á að hafa byrjað þetta allt saman, alheiminn sumsé, hafa verið skapaður af e-u öðru sem varð hvernig til? Hvernig gat þetta allt orðið til? Hver er á bakvið þetta stórvirki, hvernig í ósköpunum á að vera hægt að koma einhverskonar staðhæfingar þegar ekkert er vitað með vissu?
Ég er bara þakklát fyrir að fá að vera á þessari jörð sem hefur nú e-s konar líf upp á að bjóða. Við erum heppin, á einn eða annan hátt.

July 27, 2005 10:14 AM  
Anonymous Anonymous said...

Auðvitað spurning um hvort heimurinn sé sköpun vitundar okkar.

July 29, 2005 4:39 AM  
Blogger Gibba Gibb said...

er það ekki einum of að allir hérna séu að ímynda sér þetta allt.... það er of mikið fyrir mig! hehehe!(nervous laughter)

July 29, 2005 5:49 PM  
Anonymous Anonymous said...

Helgi ég sakna þín í vinnunni :'(

July 30, 2005 2:07 PM  

Post a Comment

<< Home