Monday, May 08, 2006

Stærðfræði

Jámm

Hvað finnst ykkur stærðfræði vera? er það hugvísindi? er það heimspeki? er það raunveruleikinn?
er það rugl? er það leiðinlegt?

Mér finnst stærðfræði frekar mikið rugl, en getur verið skemmtilegt þegar maður skilur þetta.
Annars finnst mér þetta vera bara smá heimspeki. Stærðfræði teiknar eiginlega hugveruleikann, eða útskýrir hann.
Þannig er getur samt stærðfræði eiginlega ekki verið rugl, því þetta er allt rökrétt og sannað(fræðilega).
Mér finnst samt sniðugt að stundum ræður stærðfræðin ekki alltaf við hugan á manni. Hvað er til dæmis kvaðratrót af 2? Siffa stærðfræði kennari sagði: "enginn veit hvað kvaðratrótin af 2 er!" mjög dularfullslega, eins og einhver gæti fattað eitthvað og allt í einu horfið í smá sprengingu og eina sem eftir væri af þeim einstaklingi væri eilítið reiksvall.
Pí er líka svona tala sem er endalaus. Það virðist sem fólk sé að rembast við að ráða við þessa tölu með því að muna sem flesta aukastafi á henni, eins og það muni hjálpa eitthvað. Eina sem fæst út úr því er últranördasóðaskapur. Þetta eru allt menn sem gera aldrei neitt annað en að lesa pí, daginn út og daginn inn, lesandi pí eins og einhverja ofsartrúar-biblíu. Þessir menn gefa líklega pening í söfnuð PÍS. PÍ notar peninginn til að prenta út bækur um pí og halda pí-ráðstefnur. Pí-fólkið er snargeðveikt. Ein spurning til pí-fólksins: "Hvar fáið þið alla þessa aukastafi?"
TÝPÍST að enginn svari.

Það er einmitt stærðfræðipróf á morgun. Ég þykist vera nokkuð viss með 5. Það væri þó þægilegt að geta hugsað til þess að vera öruggur með 8-10, eins og Birkir, Jón Andri og Valborg. Ég er samt mjög sáttur við það eina að ná prófum, don't sweat it pls. Ekki það að ég hafi ekki metnað. Ég hef metnað. En ég er ógeðslega latur og nennti aldrei að læra í vetur og svaf í öllum stærðfræðitímum, þökk sé Auðni, hann er algjör engill:D TAKK AUÐUN, ÉG ELSKA ÞIG!

Ég mæli inndregið um 1,27 cm að lesendur hlusti öfgakennt á Hermigervil. Þvílík snilld. Ég get hlustað endalaust á þetta. Ég ætla núna að fara að sofa og dreyma um Auðun stærðfræðikennara, hver veit nema hann kenni mér eitthvað í svefni?

6 Comments:

Blogger Gibba Gibb said...

:-) Pí fólk er algjörlega út úr tjúllað.

"Stærðfræðni tröllríður mannkyninu."

Fyrirsögn einn daginn í morgunblöðum heimsins.

May 09, 2006 7:57 AM  
Anonymous Anonymous said...

Phnój! Ég segi nú bara: Stærðfræði, FY!

May 09, 2006 8:59 AM  
Blogger gunni said...

Ef mig myndi dreyma auðun kenna mér eitthvað, og ég myndi læra það, þá væri það það fyrsta sem ég hef einhverntímann lært af þessum manni. Það og ekki fara of mikið í stærðfræði, annars verðurðu leiðinlegasta manneskjan í flestöllum herbergjum.

Auðun talar stærðfræði eins og allir séu að skilja hann, og svo skrifar hann á töfluna hvað hann er að segja, oftast lítur það bara svona út: 私は退屈している.

Þetta gæti hugsanlega verið sin(v)=0.435234.

Ég frumlas nokkra kafla í stærðfræðinni rétt fyrir prófið, ca. 2 klst. áður því Auðun talar í dulmáli.

May 09, 2006 2:04 PM  
Blogger Einherjinn said...

Ef þú hefur ekki séð bíómyndina "Pí" (merkið). Þá legg ég eindreigið með því að þú sjáir hana, að mínu mati ein besta kvikmynd í heimi. Sami leikstjóri og gerði "Requiem for a dream" ef þú kannast við hana.

May 10, 2006 11:02 AM  
Anonymous Anonymous said...

Fekking snchnelld marr.

Stærðfræði er skemmtileg.

May 12, 2006 7:43 AM  
Anonymous Anonymous said...

PÍS , inndregið, últranördasóðaskapur, TÝPÍST, TAKK AUÐUN, ÉG ELSKA ÞIG! , öfgakennt og "Hvar fáið þið alla þessa aukastafi?"

Ég elska þig meira en orð fá lýst og ég hlæ svo mikið þegar ég hugsa til allra þeirra prakkarastrika sem við höfum gert.

Þú ert maðurinn.

May 17, 2006 2:49 PM  

Post a Comment

<< Home