Thursday, May 31, 2007

Ný færsla

Jámm

Loksins skrifa ég hérna eitthvað á ný. Ég er bara að gera það því Gunni og Stebbi sögðu mér að gera það. Verð sár ef þeir kommenta svo ekki.

Ég var í fáránlega ömurlegum póker. Það var eins og allar gömlu góðu póker-reglurnar höfðu horfið. Einnig höfðu líkurnar á að fá hönd snarlækkað. Af kannski 100-200 höndum sem ég fékk þarna, var aðeins eitt af þeim par. Það var drolluparið mitt, sem ég þurfti svo að folda (ekki í pre-flop). Líkurnar á að fá par eru ca. 5,6%, ef mér skjátlast ekki. Fékk líka ásinn kannski 4-5 sinnum allt kvöldið...ömurlegt. Fékk samt alveg að sjá ágæt spil fyrir utan pör og ása, en þá héldu allir að ég væri að blöffa og calluðu allt sem ég hækkaði, sem er gott í sjálfu sér en samt ekki þetta kvöld því ég hitti aldrei neitt. Það besta sem ég floppaði var tvö pör, sem gerðist tvisvar í röð, vann smá annað skiptið, tapaði smá hitt. Reyndar var ég svo heppinn að fá þrjá eins á river, par í borði sko, þá hafði enginn neitt og tékkuðu, ég græddi ekkert á því.
Allt í allt var þetta ömurlegasti póker í sögu alheimsins.
Næst þegar það er póker ætla ég að hætta ef þetta byrjar að ganga svona, en ekki tapa öllu.

Á morgun þarf ég að vakna klukkan fokking 5 og drullast til að labba í vinnunna því strætó gengur ekki þá. Strætó sökkar svo feitt að mig langar að æla við tilhugsunina um tilveru strætó. Ef ég væri Guð, myndi ég búa til heim án strætó. Bara allt við strætó sökkar. Eins og þarna strætó akreinar, bara fyrir strætó, ÞAÐ ERU ALDREI STRÆTÓAR Á ÞEIM. Af hverju má ég ekki keyra á þeim?

Já, er maður ekki byrjaður að vinna í Laugardalslaug, aðal laug landsins. Það er samt auðvitað ekkert að gera þarna annað en að mæla klór, já, og fylgja gagnlausum skipunum yfirmanna. Ég var sendur inn á bað sko einn hálfan daginn, "til að læra", hafði samt starfað allt sumarið í fyrra sem baðvörður. já, baðvörðurinn sem var þarna er með eitthvað svona "Control Issues" og skipaði mér fyrir um allt, og svo gagnrýndi hann allt sem ég gerði og vildi alltaf láta mig gera það aftur. Ég var nálægt því að fá kast og rífa hann í sundur og tæta úr honum innyflin. Gerði það samt ekki.

Hefði átt að gera það.

Núna ætla ég að horfa á Dazed And Confused, áður en ég fæ 2 tíma svefninn minn langþráða.
Hefði átt að casha út þegar ég var í plús.
Gunni callaði all-in mitt með fimmupar og vann. Ég var víst outplayaður.

Thursday, December 07, 2006

Jól og fleira

Jámm

Ég ætla hér með að troða upp á ykkur jólagjafalistann minn. Allir verða að kaupa eitthvað, og það verður að vera eitt eða fleira af þessum lista! Hér er það sem mig langar í:

1. Hvalur, sem ég get farið á í skólann, þar sem ég fékk hann hvorki í jólagjöf né afmælisgjöf í fyrra, þá vil ég fá hann núna! helst steypireiður eða búrhvalur.

2. Legging hvalaleiðslukerfi um Reykjavík. Hvernig á ég að ferðast um bæinn á hval?

3. Að ég verð gerður undanþeginn lögum um meðferð dýra. Ég fer með hvalinn minn eins og ég vil! og engir femínistar fá að segja orð um það!

4. Hvalur að minni gerð verður gerður þjóðardýr íslendinga og þar með verð ég heiðursborgari og þjóðardýrsvörður. Þjóðardýrsverðir fá greidda mánaðarlega upphæð fyrir titilinn, einnig er heiðursborgari undanþeginn skatti.

5. Eitthvað skemmtilegt, eins og föt á hvalinn eða eitthvað tengt hvalnum mínum.

Vona að þið verðið við óskum mínum. Annars deyjið þið í svefni.

Nú eru jólapróf, gaman gaman. Ég er núna að læra líffræði og ætla að halda áfram alla nótt, svo ég leyfði mér þessa blogg-pásu, þar sem ég hef svona mikinn tíma. 9 tímar í próf núna!
eftir prófin verður svo stórt kynsvall að ríkið mun kæra mig fyrir mannmengun.
Þessi mynd getur lýst þeim tilfinningum sem munu verða ríkjandi eftir prófin:

Sunday, October 29, 2006

Austurríki

Jámm

Ég er á leiðinni til Austurríkis í febrúar, ásamt Jandra og fjölskyldu og Arnari Freyr. Fyrst verður flogið til Salzburg, svo rúta til Lech, sem er lítill bær uppi í fjöllum með trilljón hótelum og risaskíðasvæði:D:D:D
Við verðum öll á 4 stjörnu hóteli í miðjum bænum, förum á bretti á hverjum degi, drekkum á hverjum degi, party party party:D:DD:D
Var að skoða myndir af Lech og af skíðasvæðinu. Þetta er endalaust gaman, brekkurnar eru risastórar!!!:D:D
  • tékkið lech.at
  • hér er hægt að sjá myndir af bænum og skíðasvæðinu og alls konar upplýsingar:D:D

    jæja, best að fara að bóna brettið og byrja að pakka:P

    Tuesday, September 26, 2006

    Óréttlátt

    Jámm

    Ég er ekkert í sérstaklega góðu skapi núna. Einhver ill manneskja keyrði yfir Kisa og drap hann. Kisi var besti kisi í heiminum og sætastur og mjúkastur og bestur og fallegastur og skemmtilegastur.
    Elskaði að leika við hann og klappa honum. Hann kom alltaf og kúraði ofan á mér.
    Ég mun ávallt sakna hans óendanlega...

    nokkur róleg lög:









    Sakna þín Kisi...!

    Friday, September 15, 2006

    Jeij

    Jámm

    Það var geggjað í paintball, nema við unnum ekki. Samt gaman. Rústuðum þessu :D
    Jess, þórir var að hringja í mig og kenna mér á radioblog draslið, er búnað vera að baslast með þetta í allan morgun.

    lag dagsins er:


    Jeij þetta virkar. Í framtíðinni ætla ég að spamma lögum hingað:D
    btw, þá getið þið alltaf fengið þessi lög hjá mér ef ykkur langar.
    Ég ætla að leggja af stað í skólann. Snúsaði sko yfir mig í morgun og sá svo að ég hafði dönskuhlé eða íþróttahlé og ákvað að blogga. Eitt lag í viðbót samt:

    Thursday, August 24, 2006

    Omg

    Jámm

    Það var skólasetning í dag og allur búfénaðurinn safnaðist saman við skólann og fór svo í kirkju. Ég fór ekki í kirkju. Held að sætið þar sem Bjöggi sat hafi brunnið.
    Allavega, sjitt! bekkurinn minn er steiktur. Við erum bara 17 í bekk og bara 5 eða 6 stelpur. Maður sá greinilega hver nördinn í bekknum á eftir að vera, hann talaði oft á klingonsku og stærðfræði, og hann er svo nördalegur í útliti líka. Held að hann hafi verið sá eini sem talaði við kennarana, undarlegur.

    o m g

    Já, Bjöggi er byrjaður í MR. Hann er busi, eða busadýr því hann er með flær. Hann lamdi tvo gaura í dag fyrir það eina að horfa á hann. Einnig lamdi hann umsjónarkennara sinn fyrir að setja fyrir heimaverkefni.
    Þegar ég labbaði inn í stofuna hans hafði allur bekkurinn þegar flutt öll borðin langt frá Bjögga til að vera ekki nálægt honum þegar hann tekur random-kýlinguna sína, og auðvitað tóbakshrækingar. Hann minnir mig soldið á svarthöfða, í þriðju myndinni, þegar hann er alltaf með hettu og augun skína af illsku.

    Valborg, þú ætlar að lána mér stærðfræðibókina þína! Annars tek ég bangsana þína og gef bjögga.
    Ég hef ekkert meira til að skrifa um held ég. ú, ég var að fá allt með Air loksins! geggjað.

    Monday, July 31, 2006

    Blank Blank

    Jámm

    Ég þoli ekki þegar fólk segir að vísindin sé til en ekki guð, eða að vísindin sé betri en guð, eða öfugt. Þúst eins og eitthvað efnahvarf afsanni að guð sé til. Það er alveg ótrúlega vitlaust að segja það, því hvernig vitum við að guð lét ekki efnahvarfið gerast. Var sko að horfa á einn scrubs þátt þar sem einn læknirinn var á móti systur sinni sem trúði á guð, þeas hann hélt að lyfin hefðu læknað sjúklinginn en ekki guð. Mér finnst það bara vitleysa :)
    Ég trúi því að guð stjórni öllu, að það sé ekki eitthvað rugl eins og stærðfræði eða vísindi eða þannig sem "ögrar" honum, það sé einmitt bara okkar túlkun á hans verkum.

    Red Hot Chili Peppers - Californication
    kemur manni í ágætt stuð:)

    Það er fyndið stundum þegar fólk reynir að segja eitthvað sniðugt en það er hægt að misskilja það og taka því illa. Eins og "varstu að raka þig?". Ef gaurinn var ekki að raka sig gæti hann tekið því þannig að hinn væri að gera grín að skeggvexti sínum, og ef hann var í raun að raka sig þá veit hann ekkert hvað hann á að segja "..já..nú?" þúst skiptir varla. Vinnufélagi minn, sem er 65 ára gömul ótrúlega lítil kona, sagði mér beint út í gær án ástæðu að ég væri horrengla. Hvað í andskotanum gæti hún meint vel með þessu?!? Ef hún var að reyna að segja eitthvað sniðugt þá tókst henni það ekki. Ég náttla verð alltaf móðgaður þegar fólk segir að ég sé lítill eða mjór því það er svo ótrúlega satt. Ef það væri ekki satt myndi ég hlægja. Mér finnst nú að ef maður hefur lifað í svo langan tíma sem 65 ár, þá ætti maður að hafa vit á því sem maður segir :) Þannig ætla ég að vera, svona gáfaði gamli gaurinn með lexíurnar, alltaf að kenna ungu fólki og vera gáfaður. En ekki svona gargandi vitlaus gamall maður sem stundar það að æpa á fólk sem vinnur í afgreiðslu hjá ógeðslega stóru fyrirtæki og fer svo og tek strætó.
    Æjj vá ég er farinn að bulla um gamalt fólk núna. Old people are crazy...

    Núna er allt að gerast í munninum mínum. Er með þrjú sár á neðri vörinni einni og þykist vera að fá endajaxl og fæ sársauka þegar ég kyngi. Það er sem sagt algjör sæla að nota munninn núna. Að bursta tennurnar er eins og helvíti:)

    Á morgun fer ég í einhverja ferð með Írisi, kærustunni. Hún er búnað plana eitthvað en fyrir mér er þetta óvissuferð, heyrði bara orðin: tveir dagar og mosfellsbær. En mér finnst það fínt, kem bara með þessa kassa bjóra sem ég á ennþá:D og allt verður ljómandi.
    Ég er farinn að sofa, vonandi að vakna ekki í kvöl og ógeði, líkamlega séð auðvitað :)