Monday, June 05, 2006

Til hamingju Villi

Jámm

Úff, ég er svo ánægður með nýja bílinn hans Villa. Nú langar mig í nýjan bíl! gefa mér!
Þessi bíll er bara svalur, þið verðið að tékka hann. Svalt iTrip sem hann er með líka!

Vorprófin voru leiðinlegur tími. Hanga heima og læra og læra og læra. Eiginlega voru prófin samt ekki það erfið, ekkert erfiðari en ég bjóst við. Hefði ég verið góður og þægur í vetur og lært heima, þá hefðu þessi próf verið miklu léttari. Ég þurfti að frumlesa líffræðibókina, íslenskubækurnar, reglur í stærðfræði,..., eiginlega allt lesið efni. Það var sem var skemmtilegt í prófunum var þegar ég og stebbi lærðum heilar nætur fyrir prófin og fórum svo í prófin og rústdrullupwnt'uðum yfir þau. Ég fékk 7 í líffræði, ég og stebbi drukkum nokkur gallon af Magic og lásum líffræði. Við þurftum að gefa undan fyrir okkar jarðlega eðli fyrir að deyja. Spurning til Stebba: "Útskýrðu DNA og RNA" :P
En ég féll náttla í lesinni stærðfræði og fór í endurtektarpróf og held ég hafi fallið alveg jafn illa...
En Konrektor sagði að ég fengi líklegast að taka prófið aftur í haust, þannig ég er alveg sáttur.

Núna er ég byrjaður í vinnunni. Ég er að vinna á sama stað og í fyrra, þeas Breiðholtslaug. Þetta er besta starf sem ég hef nokkurn tímann starfað við. Ég sit inni í klefa og les, tala við vinnufélaga minn, fer stundum út á bakka að horfa á stelpur í góðu veðri. Þetta er chill-vinna. Stundum þarf ég að gera eitthvað, eins og smúla sturturnar, moppa gólfin, sýna litlum strákum hvar sturturnar eru...and so on. Létt starf. Frekar há laun. Gæti ekki beðið um meira.
Systir mín vinnur meirihlutann af vikunni í Hagkaup og tekur langar vaktir, 11 tímar stundum eða eitthvað. Hún fær varla fimmtung af því sem ég fæ borgað. Fáránlegt.

Úff, ég þarf að mæta á morgunvakt á morgun og klukkan er orðin eitt. Ætti að fara að sofa, ekki það að ég gæti ekki sofið í vinnunni;) hehe, neinei...

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

takk fyrir helgi minn, met mikils

June 09, 2006 2:09 PM  

Post a Comment

<< Home